[Gandur] Fyrirlestur: Hátíðir og menningararfur í Katalóníu og Evrópu

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Mon Nov 4 10:43:36 GMT 2019


Fimmtudaginn 7. nóvember kl. 16:30 mun þjóðfræðingurinn Dr. Alessandro
Testa, frá Karlsháskólanum (Univerzita Karlova) í Prag í Tékklandi flytja
erindið "Festive Intangible Cultural Heritage in Europe and in Catalonia:
Problems and Perspectives” eða "Hátíðir og menningararfur í Katalóníu og
Evrópu: Ýmsar flækjur og ólík sjónarmið". Viðburðurinn verður í Odda, stofu
202 í Háskóla Íslands.

Alessandro er ítalskur þjóðfræðingur sem hefur m.a. unnið í Austurríki,
Frakklandi, Þýskalandi, Slóveníu og Eistlandi, auk Tékklands og Ítalíu.
Hann lauk doktorsprófi frá Messinaháskóla á Sikiley árið 2013 og eftir hann
liggja fjórar bækur og mikill fjölda greina um helgisiði, hátíðir, hefðir,
grímusiði, tákn, tölvuleiki og menningararf.

Fyrirlesturinn er á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi og námsbrautar í
þjóðfræði og safnafræði við HÍ.

Að fyrirlestrinum loknum verður kíkt á Happy hour með fyrirlesaranum.

Öll velkomin og hlökkum til að sjá ykkur!


More information about the Gandur mailing list