[Gandur] Fjölskyldudagur og aðalfundur framundan

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Sun May 5 00:34:38 GMT 2019


Hæhæ,

Núna í maí eru tveir ótrúlega skemmtilegir viðburðir framundan hjá Félagi
þjóðfræðinga: fjölskyldudagur laugardaginn 11. maí og aðalfundur félagsins
föstudaginn 24. maí! Lesa má nánar um báða viðburðina hér fyrir neðan:

Fjölskyldudagur:
Fjölskyldudagur Félags þjóðfræðinga á Íslandi og Þjóðbrókar verður haldinn
laugardaginn 11. maí í Frístundagarðinum við Gufunesbæ! Fjörið hefst kl.
14:30 en þar verða allskonar leiktæki, leikir og skemmtun. Klukkan 15:00
mætir galdramaðurinn Einar einstaki svo á svæðið og verður með smá sýningu,
þá verður boðið upp á pulsur og svaladrykki fyrir alla! Það er frítt á
fjölskyldudaginn!

Aðalfundur (og aðalpartý):
Föstudaginn 24. maí verður haldinn aðalfundur Félags þjóðfræðinga á Íslandi
í Hamraborg (nánari staðsetning kemur fljótlega) kl. 19:00! Á fundinum
verður farið yfir starf félagsins síðasta árið, sagt frá því sem er
framundan, kosið í stöðu gjaldkera, ritara, meðstjórnanda og tveggja
varamanna, svo verður orðið gefið laust fyrir allskonar umræður um
þjóðfræði, félagið og önnur skemmtilegheit.

Boðið verður upp á bjór, vín og allskonar gómsætar léttar veitingar á
fundinum. Eftir fundinn munum við svo rölta (eða taka strætó) saman á
einhvern bar (nánari upplýsingar um það koma líka fljótlega)!

Endilega komið og skemmtið ykkur með okkur!

Kær kveðja,
Fyrir hönd Félags þjóðfræðinga á Íslandi, Dagrún Ósk


More information about the Gandur mailing list