[Gandur] Þjóðfræði fyrirlestrar 5. mars!

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Fri Mar 1 00:43:00 GMT 2019


Núna þriðjudaginn 5. mars munu tveir þjóðfræðingar Jan Aksel Harder
Klitgaard og Vilborg Bjarkadóttir kynna efni nýlegra MA ritgerða sinna í
Odda 101 í Háskóla Íslands kl. 17:15-18:30. Eins og við vitum öll eru
ritgerðir í þjóðfræði einstaklega áhugaverðar og skemmtilegar og við
hvetjum sem flesta til að koma og hlusta á kynningu á þessum áhugaverðu
rannsóknum. Ágrip að fyrirlestrunum má finna hér fyrir neðan:

Eftir fyrirlestrana munum við svo færa okkur yfir á Stúdentakjallarann og
halda fjörinu áfram. Hlökkum til að sjá ykkur!

Jan Aksel Harder Klitgaard,
Ritgerðin „In Search of askr Yggdrasill“ er rannsókn á hlutverki trjáa í
norrænni trú á járn- og víkingaöld frá sjónarhorni fyrirbærafræða. Markmið
rannsóknarinnar var að fá skýrari mynd af því hvernig norrænir menn
skynjuðu heiminn og þá sérstaklega tré: hugræn tré, hluti sem gátu táknað
tré og raunveruleg tré. Í rannsókninni er notast við gamlar kenningar allt
frá fyrri hluta 19. aldar og frá þeirri tuttugustu (meðal annars kenningar
Finns Magnússonar og Axel Olriks) og þær notaðar sem stökkpallur til að
færa rök fyrir því að á járn- og víkingaöld hafi askr Yggdrasils tekið á
sig ólíkar myndir.

Vilborg Bjarkadóttir
Í þessu erindi mun þjóðfræðingurinn, Vilborg Bjarkadóttir, fjalla um
mastersverkefnið sitt í hagnýtri þjóðfræði. Í rannsókninni skoðaði hún
hvernig frásagnir verða hluti af bataferli þeirra sem hafa lent í alvarlegu
slysi. Afrakstur rannsóknarinnar var settur fram á sýningu á heilsuhælinu í
Hveragerði þar sem þjóðfræði, myndlist og heilsubót var blandað saman.

Kær kveðja,
Félag þjóðfræðinga á Íslandi


More information about the Gandur mailing list