[Gandur] Miðasala fyrir tónleika Einars Selvik

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Mon Feb 11 18:35:52 GMT 2019


Tónlistarmaðurinn Einar Selvik er á leið til Íslands og verður með viðburð
í Norræna húsinu föstudaginn 1. mars kl. 20:00.

Meðlimir í Félagi þjóðfræðinga á Íslandi geta fengið miða á kostakjörum,
eða 2000 kr. og mun miðasalan hefjast í Odda á morgun (þriðjudaginn 12.
febrúar) og standa til og með fimmtudagsins 14. febrúar á milli kl.
15:00-16:00 alla dagana. Það má lesa nánar um viðburðinn hér fyrir neðan:

Einar Selvik er norskt tónskáld, forsprakki og stofnandi hljómsveitarinnar
*Wardruna*. Hljómsveitin hefur tileiknað sér að búa til tónlist í anda
norrænnar menningar og hefða sveipaða dulrænu yfirbragði. Einar notast við
mörg af elstu hljóðfærum sem finna má í norrænni menningu ásamt ljóðum og
kveðskap sem hann sameinar í nútímalegan hljóðheim.  Einari hefur þannig
tekist að tengja fræðiheiminn við dægurmenningu ásamt því að ljá gömlum
hugmyndum rödd og ná þannig til áheyrenda út um allan heim og þenja mörk
tónlistarstefnunnar.


Einar hefur haldið ótal tónleika og viðburða þar sem hann hefur meðal
annars flutt lög *Wardruna* og annað efni. Nýlega gaf hann svo út nýja
plötu: *Skald*. Um plötuna segir Einar: “the album sets out to give voice
to the ancient craft that once lay at the heart of the Norse oral
traditions, presented as it takes shape in the hands of a humble
contemporary skald today.”


Á þessum viðburði mun Einar einnig ræða um nálgun sína og rannsóknir á
flutning norrænnar tón- og ljóðlistar. Hann mun sýna úrval af gömlum
norrænum hljóðfærum, bæði eins og sér og í samspili við norræna ljóðlist.



Viðburðurinn er á vegum Þjóðbrókar og Félagi Þjóðfræðinga á Íslandi í
samvinnu við Norræna húsið.



Miðaverð: 2000 kr. (Aðeins tveir stimplaðir og númeraðir miðar á manneskju)

*(Vinsamlegast borgið með reiðufé)*



Miðar með nemenda afslætti verða seldir á annari hæð (við kaffistofuna) í
Odda á merktu borði (*Þjóðfræði*) á milli klukkan 15:00 – 16:00 á *þriðjudag,
miðvikudag og fimmtudag **12-14 febrúar*.

Eftir þann tíma verða miðar aðgengilegir í Norræna húsinu (á 2500 kr).


Hér er hægt að hlusta á Einar:

https://www.youtube.com/watch?v=aqhhlmz6gik


Hlökkum til að sjá ykkur!


Kær kveðja fyrir hönd Félags þjóðfræðinga,

Dagrún Ósk


More information about the Gandur mailing list