[Gandur] Landsbyggðarráðstefna Félags þjóðfræðinga 2020

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Mon Aug 5 18:04:09 GMT 2019


*Umsókn fyrir landsbyggðarráðstefnu Félags þjóðfræðinga vorið 2020*



Núna í vor ætlar Félag þjóðfræðinga að halda landsbyggðarráðstefnu og okkur
langar að prófa nýja aðferð til að velja stað til að heimsækja. Ætlunin er
að fá þjóðfræðinga á landsbyggðinni okkur til aðstoðar og búa til
landsbyggðarráðstefnunefnd sem myndi starfa með Félagi þjóðfræðinga við
undirbúning, skipulag, samskipti á svæðinu og styrkumsóknagerð. Við mælum
því með að að minnsta kosti tveir þjóðfræðingar sem eru tilbúnir til að
taka áfram þátt í undirbúningsvinnu með okkur standi að uppástungu eða
umsókn um stað fyrir ráðstefnuna.



Umsóknarfresturinn er til 30. ágúst og við hvetjum ykkur til að senda okkur
tölvupóst á felagthjodfraedinga at gmail.com og hafa samband ef þið eruð með
einhverjar spurningar varðandi fyrirkomulagið og einnig til að skila inn
uppástungum.

Gott væri að taka fram:

1.      Umsóknaraðila

2.      Bæjarfélag þar sem ráðstefnan yrði haldin

3.      Aðstaða

a.      Nánari staðsetning, salur, hvar væri hægt að halda ráðstefnuna
sjálfa

b.      Upplýsingar um gistimöguleika á svæðinu

4.      Styrkmöguleikar á svæðinu (uppbyggingasjóðir, styrkir frá
sveitarfélaginu, fyrirtækjum o.fl.)

5.      Hugmyndir af afþreyingu eða uppbrot á ráðstefnunni (gætu t.d. verið
safnaheimsóknir, gönguferðir, skemmtiatriði, matur, menning eða hvað sem
okkur dettur í hug)

6.      Vangaveltur um kostnað



Kær kveðja f.h. Félags þjóðfræðinga,
Dagrún Ósk


More information about the Gandur mailing list