[Gandur] Litla SIEF 4. apríl

Dagrún Ósk Jónsdóttir felagthjodfraedinga at gmail.com
Tue Apr 2 14:34:46 GMT 2019


Fimmtudaginn 4. apríl stendur Félag þjóðfræðinga á Íslandi í samstarfi við námsbrautina fyrir viðburðinum Litla SIEF í Odda 201 uppi í Háskóla á milli kl. 16:30 - 19:15! Þessu má enginn missa af, æsispennandi fyrirlestrar, gómsætar veitingar, frábær félagsskapur og troðfullt af þjóðfræði! 

SIEF stendur fyrir International Society for Ethnology and Folklore á ensku og er litla SIEF undirbúningur fyrir stóra þjóðfræði ráðstefnu sem fer fram í Santiago de Compostela 14.-17. apríl.

Á viðburðinum 4. apríl gefst frábært tækifæri til að hlusta á hluta þeirra Íslensku fræðimanna sem ætla að flytja fyrirlestra eða kynningar í Santiago og fá innsýn í hvað nemar, þjóðfræðingar og aðrir fræðimenn á þessu sviði eru að rannsaka og fást við!

Málstofustjóri verður Kristinn Schram. 

Dagskráin samanstendur af 8 ör fyrirlestrum, en Félag þjóðfræðinga mun bjóða upp á veitingar í hléi:

Fyrri hluti:
Snjólaug G. Jóhannesdóttir: Downtown blues. Transformation of a city centre

Bjarki Bjarnason: Fornar leiðir fyrr og nú

Tóta Árnadóttir: Facing the centre - whilst looking over your shoulder. A case study of the Faroese chain dance as a tourist attraction

Dagrún Ósk Jónsdóttir: Rebellious Women in Legends: Legends as a Reflection on Society and Values

Kaffihlé - Félag Þjóðfræðinga býður uppá léttar veitingar fyrir gesti!

Seinni hluti
Eva Þórdís Ebenezersdóttir: They are actualy real! Folklore, reality and affect

Katla Kjartansdóttir: These people are just trying to make a warm home in our cold country

Alice Bower: Planes, telephone wires and suicide mattress: fear, change and visions of the future in Icelandic 20th century folk narrative

Kristinn Schram: Drifting Tracks: Human and non-human mobility on transartic and transnational shores 

Eftir þetta munum við svo færa okkur yfir í Stúdentakjallarann, sjáumst!

Kær kveðja, 
Fyrir hönd Félags þjóðfræðinga, Dagrún Ósk 

Sent from Mail for Windows 10



More information about the Gandur mailing list