[Gandur] Málþing um siðferðileg álitamál í rannsóknum-þriðjudag

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Fri Mar 9 11:50:53 GMT 2018


 Þriðjudaginn 13. mars mun Mannfræðifélag Íslands ásamt Félagi þjóðfræðinga
á Íslandi og Félagsfræðingafélagi Íslands halda málþing um siðferðileg
álitamál í rannsóknum.

Málþingið verður í Odda 101 kl 16:30. Það er frítt inn og eru allir
velkomnir. Kaffi og með því í boði.

Erindi á málþinginu:

*Sigurjón Baldur Hafsteinsson*
-"Reign of Error": Siðferðisvandinn við sjónræn gögn
*Rósa Þorsteinsdóttir*
-Látt'ekki nokkurn mann heyra þetta!
Siðareglur þjóðfræðisafns Árnastofnunar

*Jónína Einarsdóttir*
-Eiga vísindasiðreglur erindi við mannfræðina?

Í lokin verða pallborðsumræður.
Ágrip:
*"Reign of Error": Siðferðisvandinn við sjónræn gögn * * Sigurjón Baldur
Hafsteinsson*
*Siðferðileg álitamál í rannsóknum félagsvísindafólks hafa á
undanförnum **áratugum
fengið meiri athygli en áður af ýmsum ástæðum. Á það ekki síst **við um
framleiðslu og notkun fræðimanna á sjónrænum heimildum. Í þessu **erindi
mun ég reifa nokkur álitamál er varða gerð og greiningu **félagsvísindafólks
á sjónrænum gögnum. *
*Látt’ekki nokkurn mann heyra þetta! Siðareglur þjóðfræðisafns
Árnastofnunar- Rósa Þorsteinsdóttir*

Hér verður sagt frá þeim reglum sem og venjum sem starfsfólk þjóðfræðasviðs
Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur tamið sér við söfnun,
varðveislu og miðlun þess þjóðfræðiefnis sem þar er unnið með. Fjallað
verður um þær skyldur sem þjóðfræðisafnið hefur gagnvart eigendum sínum,
söfnurum og heimildarfólki, en einnig þau réttindi sem safnið getur áskilið
sér í því samhengi.

*Eiga vísindasiðreglur erindi við mannfræðina? Jónína Einarsdóttir*
Hér verður fjallað um tilurð vísindasiðareglna Háskóla Íslands og rætt
hvernig slíkar reglur hafi þýðingu fyrir mannfræðina.


More information about the Gandur mailing list