[Gandur] Dagskrá Félags þjóðfræðinga á næstu mánuðum

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Mon Aug 27 23:10:33 GMT 2018


Hæhæ,



Nú nálgast haustið óðfluga og við erum mjög spennt því það verður fullt um
að vera hjá Félagi þjóðfræðinga á Íslandi í vetur. Hérna fyrir neðan fylgir
dagskrá félagsins (og nokkrar lykildagsetningar) í september og október
mánuði sem verður ótrúlega fjölbreytt og skemmtileg. Pósturinn yrði alltof
langur ef í honum væri öll dagskrá vetrarins en það er margt fleira í
vændum.

Við hvetjum ykkur til að koma á sem flesta viðburði í vetur, taka þátt,
fræðast, skemmta ykkur með okkur og hitta aðra þjóðfræðinga. Það eru allir
velkomnir!


Hér er dagskráin fyrir september og október:

11. september þriðjudag, ætlum við að skella okkur á Happy hour á milli kl.
17-19 á Spánska barnum við Ingólfsstræti. Okkur langar að heyra ykkar
hugmyndir fyrir félagið, en líka bara spjalla og skemmta okkur saman eins
og þjóðfræðingum einum er lagið.

22. september laugardag ætlum við að fara í heimsókn í Íslenska bæinn þar
sem Eyjólfur Eyjólfsson tekur á móti okkur. Skemmtileg hópferð út fyrir
Reykjavík í menningarsetrið Íslenska bæinn rétt utan við Selfoss. Nánari
dagskrá kemur fljótlega en endilega takið daginn frá.

25. september þriðjudag verður þjóðfræðingurinn Jonathan Roper sem kennir
þjóðfræði í Eistlandi á landinu og verður með fróðlegan fyrirlestur um
þjóðsagnasöfnun í Englandi.

27. september fimmtudagur: BA ráðstefna! Fjórir nýútskrifaðir BA nemar
kynna fjölbreyttar rannsóknir sínar. Allir velkomnir.

15. október laugardag er síðasti skiladagur á erindum fyrir SIEF þjóðfræði
ráðstefnuna á Spáni í apríl.

26. október föstudag verður Þjóðarspegillinn, ráðstefna í félagsvísindum,
haldinn í Háskóla Íslands.

27. október laugardagur er svo 20. ára AFMÆLI Félags þjóðfræðinga á
Íslandi. Afmælisveislan verður haldin á Árbæjarsafni og verður mikið um
dýrðir og gaman.


Fyrir þá sem eru búsettir úti á landi mælum við með að þið leggið leið
ykkar til Reykjavíkur helgina 26.-28. október og sláið margar
þjóðfræðiflugur í einu höggi!



Allir þessir viðburðir verða auglýstir nánar þegar nær dregur bæði á
Facebook síðu félagsins og á póstlistanum.



Fyrir hönd Félags þjóðfræðinga,

Dagrún Ósk Jónsdóttir


More information about the Gandur mailing list