[Gandur] Litla SIEF - 22. mars 2017 kl 15:00

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Sat Mar 18 14:19:11 GMT 2017


*Litla SIEF – Miðvikudaginn 22. mars 2017 á Þjóðarbókhlöðunni frá 15:00 –
18:30*


13. ráðsefna SIEF (International Society for Ethnology and Folklore) er á
næsta leiti og ber að þessu sinni yfirskriftina *Ways of Dwelling*. Verður
hún haldin  í Göttinge í Þýskalandi dagana 26.-30. mars þar sem koma saman
um 800 fræðimenn og nemendur á sviði þjóðfræða og þjóðháttafræði. Ríflega
20 íslenskir þjóðfræðingar koma fram á þessari ráðstefnu og kynna
rannsóknir sínar.

Félag þjóðfræðinga hefur af þessu tilefni blásið til litlu SIEF þar sem
hluti af þessu fræðafólki ætlar að segja frá og kynna erindi sín sem það
verður með í Göttinge. Verður þessi málstofa haldin miðvikudaginn 22. mars
í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar og hefst stundvíslega kl. 15:00 og
stendur til 18:30.

Þar gefst þeim tækifæri, sem ekki komast á Stóru SIEF ráðstefnuna að þessu
sinni, á að kynna sér þær fjölmörgu rannsóknir og fræðastarf sem á sér stað
innan greinarinnar í dag. Hér er líka upplagt tækifæri fyrir þá sem verða
úti á ráðstefnunni sjálfri að fá forskot á sæluna og hlýða á íslensku
erindin.



Dagskrá:

*15:00 – 16:40*

*Karl Aspelund:* Thinking of home in space: learning to dwell away from
Earth.

*Sigrún Hanna Þorgrímsdóttir:* A house that smells like home.

*Katla Kjartansdóttir & Kristinn:* How to fit the Arctic into a suitcase?
Puffins and polar bears as objects of local/global interplay.

*Vilhelmína Jónsdóttir:* New townscape: contrasting perspectives on the
uses of historical design and reframing of identity

*Silja Ósk Þórðardóttir:* In search of lost time: mechanics of a
minimalistic lifestyle

*16:40 – 17:00 Kaffihlé*

*17:00- 18:30*

*Þórunn Kjartansdóttir*: What do you mean by Folklore?: The benefit of
teaching Folklore in Secondary School

*Dagrún Ósk Jónsdóttir*: The Ouija board in the age of information

*Rósa Þorsteinsdóttir:* The collection and publication of Icelandic
folktales in the 19th century: an integrated digital archive.

*Elsa Ósk Alfreðsdóttir: *Dwelling in the roots.

*Gunnar Óli Dagmararson*: Tólfan: supporters group for the Icelandic
national football teams.

*Málstofustjóri verður Valdimar Tr. Hafstein*


More information about the Gandur mailing list