[Gandur] Að setja sálina í pottana: fyrirlestur á vegum FÞÍ

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Wed Mar 1 12:01:19 GMT 2017


Við minnum á fyrirlestur Laufeyjar Haraldsdóttur á morgun í Safnahúsinu kl.
16:00.

Mars fyrirlestur Félags þjóðfræðinga, í samstarfi við Þjóðminjasafnið, er
að þessu sinni í höndum Laufeyjar Haraldsdóttur sem ætlar að segja okkur
frá mastersverkefni sínu „Að setja sálina í pottana: ferðaþjónusta, staður,
matur og margbreytileiki.“

Fyrirlesturinn fer fram í Safnahúsinu, Hverfisgötu, 2. mars klukkan 16:00.

Erindið fjallar um hugmyndir, viðhorf og hugsjónir tengdar staðbundnum mat
í ferðaþjónustu í dreifbýli. Skoðað er hvað liggur að baki áherslum
ferðaþjónustufólks á staðbundin matvæli og framreiðslu þeirra. Farið er
yfir hvernig viðhorf og gildi taka á sig efnislega mynd í mat sem borinn er
fyrir ferðamenn og í hvaða félagslega og menningarlega samhengi þau verða
til. Þá er gluggað í hvernig þessi viðhorf og gildi eru túlkuð í orðræðu og
daglegu máli – meðal annars um mat og matvælaframleiðslu.
Rannsóknin, sem erindið byggir á er þjóðfræðileg greining á hugmyndum að
baki staðbundnum matvælum. Í anda þjóðfræðinnar er leitast við að lýsa
viðhorfum fólks, greina hvaða merking liggur að baki og hvernig sú merking
hefur orðið til. Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar er þverfaglegur og
byggir á kenningum um sköpun staða og staðbindingu, hópa, samfélög og
sjálfsmyndir, sem og kenningum um athafnir fólks og tengslanet.
----------------------------------------------------
Laufey Haraldsdóttir er lektor og deildarstjóri Ferðamáladeildar Háskólans
á Hólum, þar sem hún hefur komið að ýmsum rannsóknar- og þróunarverkefnum
tengum mat og ferðaþjónustu. Þá hefur hún haft umsjón með námskeiðum á
sviði matarmenningar, menningararfs og gestamóttöku. Erindið byggir á
meistararitgerð Laufeyjar í þjóðfræði frá Háskóla Íslands.

Næstu fyrirlestrar, þar sem mastersverkefni verða kynnt, verða 20. apríl og
18. maí.


More information about the Gandur mailing list