[Gandur] Þorrablót Þjóðbrókar og Félags þjóðfræðinga 11. febrúar

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Fri Jan 20 13:43:24 GMT 2017


Takið daginn 11. febrúar frá!
Það styttist nefnilega í þorrablót Þjóðbrókar og Félags þjóðfræðinga á
Íslandi! Mikilfenglegur matur, þjóðlegar skreytingar og frábær
skemmtiatriði, að ógleymdu happdrætti!
Staðsetning er sú sama og í fyrra, í sal Flugvirkja í Borgartúni 22, á
þriðju hæð. Húsið opnar kl. 18.00, þá er fordrykkur og myndahorn fram að
19:00 en þá hefst borðhald.
Fordrykkurinn er í boði Þjóðbrókar og FÞÍ. Matur er frá Soho. Á staðnum er
enginn bar, svo gestum er frjálst að hafa eigin guðaveigar meðferðis. Flutt
verða minni karla og kvenna, vikivaki, söngur og fleira.

Matseðillinn hljómar svo:
Í forrétt verður dýrindis úrval af þorramat í smáréttastíl, hákarl,
harðfiskur og smjör, súrir hrútspungar og fleira gómsætt.

Í aðalrétt verða hunangs, rosemarine og engifer marineruð kalkúnabringa á
brauð og hnetufyllingu með villisveppasósu, hvítlauksstungið og
kryddjurtamarinerað hægeldað lambalæri og innbökuð nautalund Wellington!
Fyrir grænmetisréttur verður aðalrétturinn grænmetislasagne og salat.
Meðlæti með þessu er svo cesarcalat, hunangs rosemarine og engifer-gljáðar
lífrænt ræktaðar gulrætur, kartöflu gratín í rjóma hvítlauksostasósu,
sveita kartöfluréttur, sætar og bökunarkartöflur ásamt grófskornu
miðjarðarhafs grænmeti og kryddjurtum.

Í eftirrétt er svo dökk og ljós súkkulaðimousse með jarðarberjum og Grand
Marnier kremi.

Miðaverð kemur á allra næstu dögum!

Ps. ef einhverjir í röðum þjóðfræðinema eða þjóðfræðinga eru ólmir í að
stíga á stokk með atriði, endilega hafið samband við Ragnhildi Söru í s:
661-3029 eða hér hjá Þjóðbrók á facebook.


More information about the Gandur mailing list