[Gandur] Að tala gegn draugum

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Wed Feb 15 10:35:34 GMT 2017


Við minnum á fyrirlestur Önnu á morgun klukkan 16:00 í Safnahúsinu.

Þá er komið að fyrsta fyrirlestri vorannar á vegum Félags þjóðfræðinga í
samstarfi við Þjóðminjasafnið. Hann fer fram í Safnahúsinu, Hverfisgötu
þann 16. febrúar klukkan 16:00.  Að þessu sinni segir Anna Söderström frá
mastersverkefni sínu og ber fyrirlesturinn heitið Að tala gegn draugum:
rannsókn á efahyggju

Þrátt fyrir að efahyggja, það er að segja sú skoðun að draugar séu ekki
til, sé töluvert útbreidd hafa menn sýnt henni lítinn sem engan áhuga sem
sérstöku viðfangsefni þjóðfræðinnar. Annað má þó segja um draugatrú sem
lengi hefur vakið athygli þjóðfræðinga.

Margir eru þeir fræðimenn sem með rannsóknum sínum hafa reynt að útskýra
draugatrú með að því finna einhverskonar skort eða tregðu til að sætta sig
við veruleikann hjá þeim sem segja frá reynslu sinni af draugum. Menn hafa
leitað að tilgangi og hlutverki draugatrúar, af hverju mundi annars allt
þetta fólk tala um drauga? En sjaldnar spyrja menn sig þess hvers vegna
þeir hafa þessar hugmyndir um fólk sem trúir á drauga. Enda er efahyggjan
norm og gömul hefð innan akademíurnar og sem slík álitin svo sjálfsögð að
það er ekki einu sinni tekið eftir henni.

Markmið rannsóknarinnar sem fyrirlestur þessi byggir á var að varpa ljósi á
efahyggju sem mögulegt viðfangsefnið fyrir þjóðfræði, ásamt því að skoða
nánar eina birtingamynd efahyggju: félagið Vantrú og vinnu þeirra gegn
draugatrú.

Næstu fyrirlestrar verða 2. mars, 20. apríl og 18. maí svo takið dagana frá!


More information about the Gandur mailing list