[Gandur] Fyrsti fyrirlestur haustannar á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi.

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Sat Oct 15 00:28:15 GMT 2016


Sælir kæru félagar

Haustið hefur farið hljóðlega af stað hjá okkur í Félagi þjóðfræðinga en nú
hefur krafturinn komið yfir okkur og ætlum við að því tilefni að hrinda af
stað fyrirlestraröð haustannar. Sú er ríður á vaðið er Sigrún Gylfadóttir
en hún flytur okkur erindið: Áhrif Konrad Maurer á útgáfu þjóðsafnasafns
Jóns Árnasonar.

Fyrirlestur Sigrúnar byggir á MA-ritgerð hennar í þjóðfræði. Í rannsókninni
var kannað hvaða áhrif Konrad Maurer hafði á útgáfu þjóðsagnasafns Jóns
Árnasonar. Maurer var þýskur lögfræðingur sem kom til Íslands árið 1858 og
ferðaðist um landið. Eitt af því sem hann gerði í þeirri ferð var að safna
þjóðsögum, en vitað er að hann hafði mikil áhrif á þjóðsagnasöfnun á hér á
landi. Í formála Jóns kemur fram að Maurer hafi hjálpað honum mikið við að
koma safninu út, en hann gefur þó takmarkaðar upplýsingar um aðkomu Maurers
að útgáfunni. Við nánari athugun reyndist hún vera allmikil. Í
fyrirlestrinum verður litið nánar á hver Maurer var og hvernig samstarfi
þeirra Jóns var háttað við útgáfu safnsins.


Fyrirlesturinn fer fram fimmtudaginn 20. október nk. klukkan 16.00-17.00 og
verður haldinn í Safnahúsinu á Hverfisgötu.

Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.


Vonumst til að sjá sem flesta.

Bestu kveðjur

Stjórn Félags þjóðfræðinga.


More information about the Gandur mailing list