[Gandur] „Munnleg frásögn fræðir best“ - hádegisfyrirlestur 14. janúar

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Mon Jan 11 15:55:42 GMT 2016


„Munnleg frásögn fræðir best“

Félag þjóðfræðinga kynnir í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands fyrsta
fyrirlestur félagsins á nýju ári. Að þessu sinni gefum við Rominu Werth,
nýútskrifuðum þjóðfræðing orðið.

Fyrirlesturinn er byggður á MA-ritgerð Rominu og fjallar um tengslanet
þeirra samstarfsmanna sem Jón Árnason (1819–1888) kom sér upp við söfnun
þjóðsagna um miðbik 19. aldar. Sérstök áhersla verður lögð á einn safnara,
sr. Sigurð Gunnarsson (1812–1878) á Desjarmýri á Borgarfirði eystra og
seinna á Hallormsstað í Skógum.

Sýnt verður fram á áform og framlag hans til þjóðsagnasafnsins og hvernig
hann kom sér upp sínu eigin tengslaneti heimildarmanna á Austurlandi, en
frá þeim fékk hann margar þjóðsögur.

Að auki verður fjallað um þjóðsagnahandritin sem eru varðveitt á
handritadeild Landsbókasafnsins, sem og önnur handrit sem tengjast
þjóðsagnasafninu og geta hjálpað til við að varpa nýju ljósi á virkni
tengslanets Jóns Árnasonar og samstarfsmanna hans.

Fyrirlestur Rominu er partur af mánaðarlegri fyrirlestraröð sem Félag
þjóðfræðinga stendur fyrir í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands. Fyrsta
fimmtudag hvers mánaðar mun nýútskrifaður þjóðfræðingur kynna
meistararannsókn sína og verða fyrirlestrarnir ýmist í hádeginu á
Þjóðminjasafninu eða seinnipartinn í Safnahúsinu á Hverfisgötu
(staðsetningar víxlast mánaðarlega). Hver fyrirlestur verður þó auglýstur
sérstaklega með góðum fyrirvara svo það þarf enginn að örvænta.

Okkur í stjórninni langar að þakka kærlega fyrir góðar móttökur á árinu sem
er að líða og erum við vægast sagt spenntar að sigla inn í nýtt og
viðbuðraríkt ár með Félagi þjóðfræðinga.

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða ábendingar sem þið viljið koma til
stjórnarinnar þá minnum við á netfangið okkar: felagthjodfraedinga at gmail.com

Bestu kveðjur
Félag þjóðfræðinga á Íslandi


More information about the Gandur mailing list