[Gandur] Fyrirlestur um valkyrjurnar, mið. 15 april, 17.00 (Árnagarður 301)

Terry Gunnell terry at hi.is
Fri Apr 10 11:42:01 GMT 2015


Fyrirlestur á vegum rannsóknarstofu í þjóðfræði:

Á miðvikudag, 15. april, kl. 17.00 í Árnagarði 301 mun Luke Murphy MA í norrænni trú, PhD nemandi í trúarbragðafræðum, í Árósarháskóla halda erindi á vegum Rannsóknarstofu í Þjóðfræði sem heitir: 

Valhöll, valkyrjur – og algleymi? Hugleiðingar um kynverund, formgerð og yfirnáttúrulegar grúppíur í handanlífi víkinga

Á grunni rannsókna á hugmyndum um líf eftir dauðan á síðari hluta járnaldar er í erindinu hugað að sambandi karlaveraldar kappa víkingatímans og hinna yfirnáttúrulegu kvenvera sem þessi menning gaf af sér. Markmiðið er að skilja hvernig og af hverju karlamenning sem byggði á skýrt aðgreindum sviðum kynjanna gaf öndum vígvallarins kvenlegt form. Með vísan í skrif fræðimanna á borð við Victor Turner og Arnold van Gennep eru ólík leiksvið framhaldslífsins skoðuð – þar með talið Hel, Valhöll og Náströnd – og fjallað um valkyrjur í ljósi félagslegrar virkni þerra, hlutverks í félagsheiminum og kynverundar. Ennfremur er gerð tilraun til að setja fram tilgátu um hvort verkfæri og viðmið um trúarlegt algleymi geti varpað ljósi á þessi álitaefni, annað hvort með beinum hætti eða með samanburði (sem enn á ný eru á dagskrá trúarbragðasögunnar) við mögulega sambærileg fyrirbæri, í þessu tilviki hinar forn-grísku Bakkynjur.

(Fyrirlesturinn verður flutter á ensku)

 

 

(Valhǫll, Valkyrjur – and Ecstasy? Reflections on Sex, Structure, and Supernatural Groupies in Viking Afterlives

 

Examining late-Iron Age beliefs in life after death, this paper considers the relationship between the male warrior elite of the Viking Age and the female psychopompoi they created, utilized, and propagated, seeking to understand how and why a culture with such strong gender divisions gave its battlefield spirits female form. Drawing on the work of scholars including Victor Turner and Arnold van Gennep, various afterlife destinations – including Hel, Valhǫll, and Nástrǫnd – are explored, and the valkyrjur discussed in light of their social function, structural role, and sexuality. In addition, a more speculative approach is attempted: can the tools and paradigms of religious ecstasy shed any light on these questions, either directly or via comparativism (once again a rising force in the History of Religions) with potentially-similar phenomena – in this case, the ancient Greek Maenads?

 



More information about the Gandur mailing list