[Gandur] Sarpur - fræðslufundur fyrir háskólafólk

Ólafur Rastrick rastrick at hi.is
Thu Oct 30 13:49:46 GMT 2014



> Ágæta háskólafólk.
> Rekstrarfélag Sarps í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands og 
> Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands boðar til fræðslufundar 
> um menningarsögulega gagnasafnið Sarp. Fundurinn verður haldinn 12. 
> nóvember 2014 frá kl. 16:00-17:30 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. 
> Markmiðið með fundinum er að veita fundargestum – vísindasamfélaginu – 
> innsýn inn í Sarp, kynna hvaða efni gagnasafnið hefur að geyma og 
> hvernig það getur hugsanlega nýst til rannsókna og kennslu.
> Fundurinn er hugsaður fyrir háskólakennara, nemendur þeirra og 
> fagfélög innan sagn-, fornleifa- og þjóðfræði og eru allir velkomnir 
> sem vilja fræðast um Sarp.
> Óskað er eftir því að áhugasamir skrái sig til leiks 
> hér:http://www.landskerfi.is/skra.php
> Valið er úr listanum „SARPUR – fræðslufundur fyrir háskólafólk“ og 
> viðeigandi upplýsingar fylltar inn.
> Hér fyrir neðan fylgir dagskrá fundarins.
> Anna Lísa Rúnarsdóttir settur Þjóðminjavörður mun ræða Sarp út frá 
> reynslu vísindamannsins og Sigurður Trausti Traustason fagstjóri 
> Rekstrarfélags Sarps mun leiða yfirferðina yfir þetta mikilvæga 
> rannsóknartæki.
> **
> *Sarpur – fræðslufundur fyrir háskólafólk*
> *Tími*: 12. nóvember 2014. Frá kl. 16:00-17:30
> *Markhópur*: Notendur Sarps og vísindamenn sem hafa hug á að nýta sér 
> efni fyrirbærið til fróðleiks, rannsókna og kennslu.
> *Markmið*: Að veita innsýn inn í bæði innri og ytri vefi Sarps, að 
> gestir fundarins kynnist leitarmöguleikum í Sarpi og öðlist þekkingu á 
> því hvaða efni Sarpur hefur að geyma.
> *Efni*: Farið verður yfir grunnaðgerðir kerfisins s.s leit og 
> aðfangaskrár hans kynntar.
> *Dagskrá*: Anna Lísa Rúnarsdóttir opnar fundinn og fjallar um þau 
> tækifæri sem felast í rannsóknum á safnkosti, sem Sarpur, sem 
> akademískt verkfæri, gefur aðgang að.
> Sigurður Trausti Traustason fer yfir kerfið og möguleika þess og situr 
> síðan fyrir svörum. Dagskrá hans verður þessi:
> *1.**Almenn kynning og yfirferð.*
> a.Sarpur 1.0 til Sarpur 3.0
> b.Rekstrarfélag Sarps
> c.Vefirnir tveir sarpur.is <http://sarpur.is/> og innra skráningarkerfið
> d.Sarpur sem samstarfsverkefni og aðildarsöfn
> e.Gögn Sarps: Aðfangaskrár
> 2.*Að feta sig um innri vef Sarps*
> a.Vafra umhverfi. Hvað þýðir það?
> b.Aðgangur að innri vef Sarps
> c.Að feta sig um innri vef Sarps (Helstu síður, undirsíður o.s.frv.)
> d.Stoðtöflur Sarps: Nafnaskrá og Staðaskrá
> e.Leit á innri vef Sarps
> f.Möppur: Að safna í Sarpinn
> *3.**Ytri vefur sarpur.is <http://sarpur.is/>*
> *a.*Leit.
> *b.*Veistu meira, panta mynd, mitt safn.
> *c.*Undirsíður aðildarsafnanna.
> *d.*Nýjustu færslur.
>
> *4.**Spurningar/umræður*
>
> Anna Lísa Rúnarsdóttir, settur Þjóðminjavörður
> Guðmundur Hálfdanarson, forseti Sagnfræði- og heimspekideildar
> Sigurður Trausti Traustason, fagstjóri rekstrarfélags Sarps
>





More information about the Gandur mailing list