[Gandur] Fyrirlestur í Þjóðminjsafni - 10. október

"Kristín Einarsdóttir" kriste at hi.is
Mon Oct 6 10:59:32 GMT 2014


Fyrsti fyrirlestur á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi verður haldinn í
Þjóðminjasafni kl. 12:00 föstudaginn 10. október. Þar mun Sigurjón Baldur
Hafsteinsson dósent flyja erindi sem hann nefnir:

Anarkisma, menningararf, torfhús

Í þessu erindi ræðir Sigurjón um mikilvægi þess að innleiða hugmyndir um
anarkisma í umræðu um menningararf. Hugað verður að hversu nauðsynlegt það
er að spyrða þau saman til að skilja betur hugtakið um menningararf og
möguleika þess. Sigurjón mun ræða þetta með sérstakri tilvísan í torfhús sem
hafa verið kölluð íslenskur menningararfur og einnig í samhengi við
alþjóðlega lista- og fræðiverkefnið OH – Occupational Hazard, sem hefur
sem útgangspunkt yfirgefna samfélagið á Miðnesheiði þar sem Bandaríski
herinn hafði aðsetur sitt í 45 ár



More information about the Gandur mailing list