[Gandur] Sagnagrunnur: kortlagður gagnagrunnur yfir íslenskar sagnir

Trausti Dagsson traustid at gmail.com
Fri Nov 14 10:36:37 GMT 2014


Opnuð hefur verið ný útgáfa af Sagnagrunni sem er gagnagrunnur yfir
íslenskar útgefnar sagnir. Gagnagrunnurinn, sem Terry Gunnell, prófessor í
þjóðfræði við Háskóla Íslands byrjaði á árið 1999, hefur nú að geyma
upplýsingar um rúmlega 10.000 sagnir úr 21 þjóðsagnasafni.

Nýju útgáfuna má finna á vefslóðinni www.sagnagrunnur.com. Þar er annars
vegar að finna einfalt þjóðsagnakort yfir sögustaði sagna en einnig má þar
komast í ítarlegri útgáfu (http://sagnagrunnur.com/grunnur/). Sú útgáfa er
hugsuð sem rannsóknartæki fyrir fræðimenn og aðra áhugasama en þar má
fletta upp einstökum sögnum, leita eftir ýmsum leitarskilyrðum og sjá
sérsniðin dreifingarkort í gagnvirku viðmóti. Einnig má finna upplýsingar
um heimildamenn sagna og heimili þeirra.

Verkefnið hófst sem meistaraverkefni Trausta Dagssonar í Hagnýtri þjóðfræði
en sumarið 2014 fékk það styrk frá Kungl. Gustav Adolfs Akademien för
svensk folkkultur sem gerði áframhaldandi vinnu mögulega.


More information about the Gandur mailing list