[Gandur] Elísabet Pétursdóttir - Safngestarannsóknir - í dag kl. 12

Kristín Einarsdóttir kriste at hi.is
Wed Mar 19 10:32:59 GMT 2014


 Minni á fyrirlestur Elísabetar Pétursdóttur í dag kl. 12 í
fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og ber hann titilinn
Safngestarannsóknir: hlutverk, aðferðir og væntingar.

Söfn standa frammi fyrir þeirri áskorun að gera gert grein fyrir því hvaða
gildi þau hafa fyrir samfélagið en ekki síður hvernig skuli meta þessi
áhrif. Skiptir máli hvað safngestir hugsa, upplifa og meðtaka á sýningum ?
Er það markmið með rekstri safna að vekja fyrst og fremst upp
ánægjutilfinningu hjá gestum ? í fyrirlestrinum er rætt um svið
safngestarannsókna og reynt að rýna í ólíkar aðferðir við að átta sig á
hvað gestir upplifa á söfnum, ásamt því að gera grein fyrir þeirri þróun
sem hefur átt sér stað á þessu sviði undanfarin ár.

Frítt inn og allir velkomnir.

_______________________________________________
Gandur mailing list
Gandur at listar.hi.is
http://listar.hi.is/mailman/listinfo/gandur




More information about the Gandur mailing list