[Gandur] Félag þjóðfræðinga á Íslandi - Málþing BA nema

Kristín Einarsdóttir kriste at hi.is
Mon Mar 3 13:47:12 GMT 2014




Þann 7. mars kl.16:00-18:00, í Odda 101, verður haldið málþing fyrir
þjóðfræðinga og munu þar stíga á stokk nýútskrifaðir snillingar með BA í
þjóðfræði. Þar munu þau halda stutta tölu um lokaverkefni sín og vonum við
að við getum gert þetta að hefð innan félags þjóðfræðinga í framtíðinni.
Eftir kynningarnar skundum við svo öll saman í Stúdentakjallarann og
skálum fyrir þjóðfræði, eins og svo oft áður. ;)
Frítt inn og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Við hvetjum alla
þjóðfræðinga sem og þjóðfræðinema til að koma og hlusta á fjölbreytileika
þjóðfræðinnar.

Fyrirlesarar eru:

Benný Sif Ísleifsdóttir: "Það er nefnilega fínna að vera sen en dóttir" Um
ættarnöfn í íslensku samfélagi og tilurð, útbreiðslu og fjölgun
ættarnafna.

Íris Arthúrsdóttir;Frjáls eins og fuglinn fljúgandi. Parkour og
Freerunning: Bráð lífshætta eða nýr borgarlífsstíll? Í sem fæstum orðum þá
fjallar hún vítt og breitt um Parkour (einnig kallað götufimleikar) frá
þjóðfræðilegu sjónarhorni.

Hrefna Díana Viðarsdóttir: „Maður bíður meira eftir þrettándanum en eftir
jólunum!“ Form, hlutverk og þróun þrettándans í Vestmannaeyjum. Í Eyjum
hefur þrettándanum verið fagnað með dulbúningar- og heimsóknarsið,
blysför, álfadansi, jólasveinum og loks tröllum og púkum. Í ritgerðinni er
form hátíðahaldanna rannsakað út frá kenningum um sviðslist og hlutverk
hennar og virkni eru gerð skil.

Þorvaldur H. Gröndal: Ljós frá löngu liðnum tíma:
Eggert Guðmundsson ljósmyndari og túlkun mynda hans í
ljósi kenninga Barthes. Í þessari ritgerð er fjallað um
ljósmyndarann Eggert Guðmundsson frá Söndum (1876 -
1905) og ljósmyndir hans skoðaðar frá ýmsum
sjónarhornum, en kenningar fræðimannsins Roland Barthes um „studium“
og „punctum“ eru þó miðja rannsóknarinnar.

Inga Katrín D. Magnúsdóttir: "Það er helvítis lygi, ég er ekkert að
hlusta!" Sveitasíminn: söguleg alvara og samfélagslegt grín.
Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er sveitasíminn og umhverfi hans. Sérstök
áhersla er lögð á frásagnir af notkun símans, hlerun og öðru glensi, bæði
meðal notenda og símastarfsfólks.

Finney Rakel Árnadóttir



More information about the Gandur mailing list