[Gandur] Fyrirlestur - Félag þjóðfræðinga á Íslandi

Kristín Einarsdóttir kriste at hi.is
Mon Jan 13 14:05:04 GMT 2014


Elsa Ósk Alfreðsdóttir ríður á vaðið á nýju ári í fyrirlestrarröð Félags
Þjóðfræðinga og flytur sinn fyrirlestur í fyrirlestrarsal
Þjóðminjasafnsins kl.12:00 miðvikudaginn 15. jan.  Í þessu erindi verður
saga grasalækninga hér á landi kynnt í stuttu máli og hún sett í samhengi
við samfélagslega þróun. Fjallað verður um viðhorf og stöðu
grasalæknafjölskyldu einnar en í henni eru afkomendur hvað þekktustu
alþýðulækna Íslendinga. Í erindinu verður m.a. komið inn á hugmyndir um
forlög, huldufólk, máttarvöld og menningararf þjóðar.

Frítt inn og allir velkomnir.



More information about the Gandur mailing list