[Gandur] Föstudagsfyrirlestur, kl. 12 - 13

Kristín Einarsdóttir kriste at hi.is
Thu Dec 4 09:16:07 GMT 2014


Á morgun, föstudaginn 5. desember, kl. 12 -13 verður síðasti fyrirlestur þessa árs á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands

Kristinn Schram og Katla Kjartansdóttir:
Sjónarspil sjálfsmynda og ímynda á norðurslóðum

Á hverjum degi sköpum við og upplifum margvíslegar sjálfsmyndir og ímyndir
sem
tengjast persónu, kyni eða þjóðerni fólks. Slíkar ímyndir mótast meðal
annars með frásögnum, neyslumynstri, matarháttum og fatnaði. Þær birtast
okkur víða í hversdagslífinu en einnig sjónrænum miðlum svo sem
auglýsingum, kvikmyndum, söfnum og sýningum. Í þessu erindi munu Katla og
Kristinn varpa ljósi á þetta sjónarspil og nokkur leiðarstef sem oft
byggja á framandi ímynd norðurslóða.



More information about the Gandur mailing list