[Gandur] Í dag kl. 16: "Perrault, Rauðhetta og við" - Franc isco Vaz da Silva

Valdimar Tryggvi Hafstein vth at hi.is
Thu Sep 19 11:15:47 GMT 2013


Við minnum á fyrirlestur portúgalska þjóðfræðingsins, Francisco Vaz da
Silva, í dag kl. 16 í stofu 101 í Odda.

Tökum vel á móti þessum frábæra fræðimanni og skemmtilega fyrirlesara og
kynnumst því sem er að gerast í þjóðfræðinni á alþjóðavísu!

Hvað: "Höfundarnir og hefðin: Perrault, Rauðhetta og við"

Hver: Francisco Vaz da Silva, prófessor við ISCTE háskólastofnunina í
Lissabonn

Hvenær: Fimmtudaginn 19. september 2013 kl. 16:00

Hvar: í stofu 101 í Odda

Fyrirlesturinn verður á ensku. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis.

Sjá nánar hér:
http://www.hi.is/vidburdir/hofundarnir_og_hefdin_perrault_raudhetta_og_vid

og hér: http://www.hi.is/frettir/gestakennari_i_thjodfraedi

Francisco Vaz da Silva hefur ritað fjölda greina um varúlfa, kokkála,
nornir, hamskipti, drekabana, blæðingar, sjöundu börn, Öskubusku og
Rauðhettu, heimsmyndarfræði, ævintýri og sögur, siði og sagnaminni. Eftir
hann liggja m.a. bækurnar *Metamorphosis: The Dynamics of Symbolism in
European Fairy Tales* (2004) og *Archeology of Intangible Heritage*
(2008). Hann er gestakennari í þjóðfræði við Háskóla Íslands í september,
þar sem hann kennir námskeið um táknheim alþýðuhefða og táknfræði
þjóðsögunnar.

Rannsóknamiðstöð í þjóðfræði við Háskóla Íslands býður alla velkomna að
hlýða á Francisco Vaz da Silva og hvetur þjóðfræðinga og þjóðfræðinema
sérstaklega til að láta hann ekki fram hjá sér fara.



More information about the Gandur mailing list