[Gandur] Þjóðfræði í Þekkingarsetri Suðurnesja

Kristín Einarsdóttir kriste at hi.is
Mon Oct 7 10:36:59 GMT 2013


Komið þið sæl

Mig langar að vekja athygli ykkar á erindi sem flutt verður í Þekkingarsetri
Suðurnesja miðvikudaginn 16. október kl. 20. Erindið ber heitið Hjátrú og
draumar í
náttúrunni og ég velti fyrir mér hvort að þið hafið tök á að áframsenda
þessar
upplýsingar til nemenda og annarra kennara í þjóðfræðinni? Vonandi
fjölmennið þið
svo bara :)

Sjálf lærði ég þjóðfræði, útskrifaðist árið 2002, svo ég hef sérstakan
áhuga á
efninu og finnst gaman að geta boðið upp á þessa umfjöllun í tengslum við
starfssvið
Þekkingarsetursins  sem er fyrst og fremst rannsóknir í náttúrufræði og
tengdum
greinum.


Hjátrú og draumar í náttúrunni - Miðvikudaginn 16. október frá kl.
20:00-22:00 í
Þekkingarsetri Suðurnesja, Garðvegi 1, Sandgerði.

Ýmiss konar hjátrú hefur fylgt Íslendingum í gegnum aldirnar. Þó svo að
hjátrú hafi
farið minnkandi á tímum tæknivæðingar og þróunar á hún sér enn djúpar rætur í
þjóðarsálinni. Í fyrirlestrinum verður fjallað um hjátrú og drauma sem
tengjast
dýrum og náttúrunni.

Kennari: Símon Jón Jóhannsson, þjóðfræðingur. Símon Jón hefur skrifað og
gefið út
bækur um íslenska hjátrú og draumráðningar.

Skráning á viðburðinn fer fram hér: http://mss.is/namskeid/1344.aspx


Bestu kveðjur,

Hanna María Kristjánsdóttir
Forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja
Garðvegi 1
245 Sandgerði
hanna at thekkingarsetur.is<mailto:hanna at thekkingarsetur.is>
Tel. 423-7555, 695-1381







More information about the Gandur mailing list