[Gandur] kynning á dagskrá Félags þjóðfræðinga á Ísland i

Kristín Einarsdóttir kriste at hi.is
Tue Oct 1 09:20:36 GMT 2013


Kæru þjóðfræðingar,
hin nýskipaða stjórn Félags þjóðfræðinga hefur verið að setja saman
dagskrá vetrarins og við erum vægast sagt spennt fyrir komandi vetri. Eins
og von er vísa þá fljúga ungarnir á endanum úr hreiðrinu og fólk heldur í
ýmsar áttir eftir brautskrift. Sumir mynda vinatengsl við samnemendur
sína, en aðrir ekki og nýir þjóðfræðingar þekkja ekki alltaf þá sem eldri
eru. Við í stjórninni viljum skapa vettvang í vetur þar sem allir eru
velkomnir og geta hreiðrað um sig með nýjum og gömlum kollegum. Það er því
okkar von að sem flestir þjóðfræðingar vilji eiga góðar stundir með okkur
í vetur og skapa um leið öflugt fræðasamfélag í rómuðum anda
þjóðfræðinnar.

Fyrsti viðburður vetrarins hefst á léttu nótunum með pubquiz og bjórkvöldi
þann 4.október á Kaffi Zimsen í Hafnarstræti. Mæting verður um kl.20:00.
Þar mun nefndin kynna starfsemi vetrarins og skála okkur öllum til
heiðurs.
Við hlökkum til að sjá ykkur,
Kristín Einarsdóttir, Elsa Ósk Alfreðsdóttir, Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir,
Sigrún Hanna Þorgrímsdóttir og Eiríkur Valdimarsson.

Bjór í boðinu, skráning hér:
https://www.facebook.com/events/581463541889787/?ref_newsfeed_story_type=regular



More information about the Gandur mailing list