[Gandur] Fyrirlestur um ættarnöfn

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Wed Apr 24 10:02:23 GMT 2013


Nafnfræðifélagið

svavar at hi.is

                                              

Laugardaginn 27. apríl nk., kl. 13.15, í stofu 106 í Odda, húsi Háskóla Íslands, flytur Benný Sif Ísleifsdóttir nemandi í þjóðfræði fyrirlestur sem hún nefnir

 
                               Ættarnöfn: almannahagur eða einkahagur ?
 
Allt frá því að ættarnöfnum fór að fjölga hérlendis á seinni hluta 19.
aldar hefur styr staðið um tilvist þeirra. Frá örófi alda höfðu
Íslendingar vanist því að vera synir og dætur feðra sinna eða mæðra og því
voru margir efins um ágæti ættarnafnanna; ættu Íslendingar að halda tryggð
við gamla kenninafnasiðinn eða taka upp hinn nýja útlenda?
Í umræðunni sem hverfist um kenninöfnin eru margar og ólíkar breytur
nefndar og tog myndast milli andstæðra póla. Í fyrirlestrinum, sem byggður
er á óbirtri BA-ritgerð í þjóðfræði, verður sagt frá tilurð, útbreiðslu og
fjölgun ættarnafna og leitast við að skýra hvernig ættarnöfn og föður- og
móðurnöfn tengjast sjálfsmynd einstaklinga og sjálfsmynd þjóðarinnar,
hvernig nafnréttur virðist stundum taka mið af almannahag en stundum af
einkahag og hver gætu orðið örlög íslenska kenninafnasiðarins.
 
Kaffiveitingar verða að loknum fyrirlestri.
 
 
                                                                                              (Fréttatilkynning)



–––––––––––––––––––––––––––––––
Aðalheiður Guðmundsdóttir,
dósent / Docent in Folkloristics
Háskóli Íslands / University of Iceland
Sími/Tel.: +354 5255416/+354 8680306
http://uni.hi.is/adalh/



More information about the Gandur mailing list