[Gandur] "Omamori", deyjandi leifar fortíðar eða lifandi hefð? Gildi verndargripa fyrir japönsk börn í nútímasamfélagi.

Félag þjóðfræðinga á Íslandi thjodfraedingar at gmail.com
Thu Sep 27 12:52:50 GMT 2012


„Omamori“, deyjandi leifar fortíðar eða lifandi hefð? Gildi verndargripa
fyrir japönsk börn í nútímasamfélagi.

 

Hádegisfyrirlestur FÞÍ í Þjóðminjasafninu fimmtudaginn 4. október n.k. kl.
12.05

 

Gunnella Þorgeirsdóttir þjóðfræðingur, aðjúnkt og greinaformaður í japönsku
er fyrirlesari þennan fimmtudag.

Í þessu spjalli mun Gunnella fjalla um japönsku verndargripina „omamori“ sem
oft og tíðum eru seldir í hofum í Japan, merkingu þeirra í lífi barna og þá
breytingu sem orðið hefur á þessari hefð á síðari árum. 

Gunnella hefur verið búsett í Skotlandi undanfarin ár og því forvitnilegt að
fá innsýn í það sem hún hefur verið að skoða og rannsaka fjarri
heimahögunum.

Eins og hefðin segir til um þá hefst erinidð rétt rúmlega 12:00 og stendur
fram undir kl. 13:00. 
Fyrirlesturinn er endurgjaldslaus og eru allir velkomnir á meðan húsrúm
leyfir.



More information about the Gandur mailing list