[Gandur] "Til hvers femínísk heimspeki" - erindi miðv. 5. sept. kl. 20.30

Félag þjóðfræðinga á Íslandi thjodfraedingar at gmail.com
Mon Sep 3 17:32:24 GMT 2012


„Til hvers femínísk heimspeki? – Skyggnst inn í hugmyndaheim femínískrar
heimspeki undanfarinna áratuga“ 

ReykjavíkurAkademían, Hrinbraut 121 (4. hæð), miðvikudaginn 5. september kl.
20.30

Í tilefni af alþjóðlegri ráðstefnu Norænna samtaka kvenheimspekinga, „Hefur
femínísk heimspeki breytt heimspeki?“, sem haldin er í samstarfi við
Heimspekistofnun og EDDU – öndvegissetur 7. og 8. september, býður Félag
áhugamanna um heimspeki upp á kynningarfyrirlestur um femíníska heimspeki. 

Erla Karlsdóttir, doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands, mun í
fyrirlestri sínum kynna helstu kenningar og kenningasmiði innan
greinarinnar. Einnig hyggst hún fjalla um helstu ágreiningsefni milli ólíkra
skóla femínískrar heimspeki og um endurskoðun hennar á „kanóni“ vestrænnar
heimspeki. Að síðustu er ætlunin að skoða hvernig ólíkar nálganir innan
hennar birtast í femínískri trúarheimspeki. 



More information about the Gandur mailing list