[Gandur] Fwd: Fjórða íslenska söguþing 7-10 júlí

Félag þjóðfræðinga á Íslandi thjodfraedingar at gmail.com
Tue May 8 14:45:22 GMT 2012


- - - - - - - - - Áframsent skeyti - - - - - - - - - -
Frá: Þorgerður H Þorvaldsdóttir <thorget at hi.is>
Dagsetning: 7. maí 2012 21:28
Titill: Fjórða íslenska söguþing 7-10 júlí
Til: forum at akademia.is


Sæl öll,
nú er mánuður til stefnu og skráning í fullum gangi - hvet fólk á þessum
lista til þess að skrá sig á þetta spennandi þing.

mbk.
þþ

Fjórða íslenska söguþingið verður haldið í húsakynnum Háskóla Íslands
7.-10. júní næstkomandi. Fyrsta Söguþingið var haldið árið 1997 og þingið
nú er eins og fyrri þing vettvangur sagnfræðinga til að kynna niðurstöður
nýjustu rannsókna í íslenskri sagnfræði og gefa yfirlit yfir stöðu
greinarinnar.

Málefnin á þinginu verða fjölbreytt og yfir 90 fyrirlesarar munu flytja
erindi um sögusýningar, Stóru-bólu, Hrunið og umhverfismál í sögulegu
samhengi svo eitthvað sé nefnt. Sagnfræðistofnun hefur auk þess boðið
þremur heimsþekktum fyrirlesurum að halda erindi á þinginu; þeim Lindu
Colley og David Cannadine frá Princeton háskóla og Geoff Eley frá Michigan
háskólanum. Linda mun flytja Jóns Sigurðssonar-fyrirlesturinn á þessu
þingi. Þá munu þær Anne Deighton frá Oxford-háskóla og Anne
Katherine-Isaacs frá háskólanum í Pisa tala á opinni málstofu um Evrópumál
á sunnudeginum.

Skráning fer fram á heimasíðu þingsins, akademia.is/soguthing.
Rástefnugjald er 9.900 krónur en háskólanemendur greiða 4.900 krónur. Á
laugardeginum verður hátíðarkvöldverður á Grand-hótel, verð á mann er
7.500 krónur. Hægt er að skrá sig á kvöldverðinn með því að senda
staðfestingu á netfangið khb at storsaga.is.

Allar upplýsingar um þingið og dagskrá þess er að finna á heimasíðunni
akademia.is/soguthing.




Þorgerður Þorvaldsdóttir

ReykjavíkurAkademíunni
Hringbraut 121, 107 Reykjavík
Sími 562-6355
e-mail thorget at hi.is




-- 
___________________
Félag þjóðfræðinga á Íslandi
www.akademia.is/thjodfraedingar
thjodfraedingar at gmail.com


More information about the Gandur mailing list