[Gandur] [Fwd: Félag íslenskra fræða]

Eva Þórdís Ebenezersdóttir ethe3 at hi.is
Tue Mar 20 16:00:03 GMT 2012


Kæru þjóðfræðingar

Áframsent fyrir beiðni félags íslenskra fræða

með bestu kveðju
              Eva Þórdís





Félag íslenskra fræða
Rannsóknarkvöld 21. mars kl. 20
ReykjavíkurAkademíunni, JL-húsinu, Hringbraut 121, 107 Reykjavík

Guðrún Ingólfsdóttir: ?Í hverri bók er mannsandi.? Handritasyrpur ?
bókmenning, þekking og sjálfsmynd karla og kvenna á 18. öld

Meginviðfangsefni doktorsritgerðar Guðrúnar er bókmenning Íslendinga á
umbrotatímum í sögu þjóðarinnar. Til að varpa ljósi á hana voru rannsökuð
handrit sem geyma fjölþætt efni, sk. handritasyrpur, þar sem einn hugur
(skrifari/eigandi) mótar hvert handrit. Litið er á skrifarana eða
hönnuðina sem höfunda syrpnanna, þ.e. ytra útlits (t.d. skreytinga),
niðurskipanar texta og efnisvals. Einnig er sýnt fram á að syrpurnar vitna
um hugarheim skapara sinna og stöðu þeirra í heiminum líkt og önnur
höfundarverk.

Ein helsta niðurstaða ritgerðarinnar er sú að þekkingarleit kvenna og
alþýðukarla hafi verið skipulegri en talið hefur verið. Þó að þau væru
ekki skólagengin nutu þau góðs af almanakshefðinni, sem snemma varð hluti
af menntunarprógrammi kvenna og alþýðukarla. Í íslenskum handritasyrpum
fléttast almanakshefðin einnig saman við alfræðihefðina, lærða
miðaldahefð. Það sem tengir þessar hefðir er rím eða tímatal. Hérlendis
hefur ekki verið kannað áður hvaða áhrif almanakshefðin hafði á
bókmenningu þjóðarinnar. Þar eð ein syrpan er hönnuð af konu var í
viðaukum fjallað um handritamenningu kvenna til að varpa ljósi á þátt
þeirra í bókmenningu Íslendinga.

Guðrún Ingólfsdóttir er doktor í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands.
Hún hefur m.a. starfað hjá handritadeild Landsbókasafns Íslands ?
Háskólabókasafns, Árnastofnun og Íslenskri málstöð, sinnt stundakennslu
við HÍ, unnið að útgáfustörfum hjá ýmsum bókaforlögum og stundað
rannsóknir.

Allir velkomnir.
islensk.fraedi.is


More information about the Gandur mailing list