[Gandur] Fyrsta málþing um Sigurð Guðmundsson og Kvöldfélagið 1857-1874

Terry Gunnell terry at hi.is
Thu Mar 1 14:26:41 GMT 2012


Laugardaginn 17. mars, frá 10:00 til 15:45,  í fyrirlestrarsal
Þjóðminjasafnsins, 

verður haldið fyrsta málþingið af þremur í tengslum við verkefnið:

„Menningarsköpun: Fræðilegir áhrifavaldar, uppsprettur innblástrar og
langtímaáhrif menningarsköpunar Sigurðar málara og Kvöldfélagsmanna
1857-1874.“

Verkefnið, undir forsjá Terry Gunnell, þjóðfræðiprófessors við HÍ, er
þriggja ára þverfagleg rannsókn styrkt af Rannís og er fyrsta starfsárinu nú
nýlokið. Á málþinginu verða kynntar hinar ýmsu hliðar verkefnisins og fyrstu
niðurstöður, en meginmarkmið fyrsta árins var að kanna tíðaranda
tímabilsins,  hugmyndafræðilegan bakgrunn Sigurðar málara og samstarfsfólks
hans, sem og ástand mála á hinum mörgu sviðum þar sem þau  létu að sér
kveða.  Því mun farið um víðan völl og fjallað um orðræðu, fræðilegar
aðferðir, akademískt líf í Kaupmannahöfn, þjóðlega húsagerðarlist ,
þjóðlegan klæðnað, leikhúsfræði, þjóðsagnasöfnun og að lokum Kvöldfélagið
sjálft.

Verkefnið er unnið í samvinnu við Háskóla Íslands,
Landsbókasafn/Háskólabókasafn, Þjóðminjasafn Íslands, Þjóðskjalasafnið og
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Málþingið hefst klukkan 10:00 og stendur yfir til 15:45 með stuttum hléum.
Fundarstjóri er Elsa Alfreðsdóttir, þjóðfræðingur.

 

DAGSKRÁ

 

10:00-10:15

Inngangur og yfirlit

Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður

Karl Aspelund, lektor við University of Rhode Island

 

10:15-11:15

Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands:

„Hvad udad tabes, skal indad vindes“: 

Orðræða um danskt og íslenskt þjóðerni á tímum Sigurðar málara

Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands:

Winckelmann og menningarviðleitni Sigurðar málara

11:15-11:30 Hlé

 

11:30-12:30

María Kristjánsdóttir, leikhúsfræðingur:

 Sigurður málari í Listaakademíunni.

Sigurjón Baldur Hafsteinsson, dósent í safnafræði við Háskóla Íslands:

Íslenskur arkitektúr, dönsk kúgun og Sigurður Guðmundsson

12:30-13:15 Hádegishlé

 

13:15-14:15

Karl Aspelund, lektor í hönnun og búningafræðum, University of Rhode Island:

„Skáldskapur þjóðanna“: Siggi séní og sköpun menningarmarka 

með kvenbúnaði í nýju samfélagi 19. aldar.

Sveinn Einarsson, leikhúsfræðingur og leikstjóri:

Hver var leikhússýn Sigurðar málara?

14:15-14:30 Hlé

 

14:30-15:30

Terry Gunnell, professor í þjóðfræði við Háskóla Íslands:

Ástandið í þjóðsagnasöfnun þegar Sigurður kemur heim 1858.

Eiríkur Valdimarsson, MA, þjóðfræðingur og stundakennari við Háskóla
Íslands:

 „...að lífga anda sinn á þann hátt, er samboðinn sé andlega og
siðferðislega menntuðum úngmennum.“ 

Nokkur augnablik frá fundum Kvöldfélagsins.

 

15:30-15:45

Lok og umræða um framhald verkefnisins

 

-------

Nánari lýsingar á fyrirlestrum og örlítið um verkefnið má finna á  

vefsíðu verkefnisins: www.sigurdurmalari.hi.is
<http://www.sigurdurmalari.hi.is/> 

 

 

 



More information about the Gandur mailing list