[Gandur] Fwd: Uppruni Jónsmessu og seljabúskapur í Blikdal

Eva Þórdís Ebenezersdóttir ethe3 at hi.is
Fri Jun 22 13:54:19 GMT 2012


 
 Viðhengið skilaði sér víst ekki... en hér koma upplýsingarnar sem þar var að finna

Menningardagskrá í Fólkvangi á Kjalarnesi á Jónsmessu 24. júní 

Í tilefni Kjalnesingadaga efnir Sögufélagið Steini á Kjalarnesi til menningardagskrár í Fólkvangi á Kjalarnesi sunnudaginn 24. júní n.k. kl. 14 -16.  

•	Ómar Smári Ármannsson „fornlögfræðingur“ flytur erindi: „Eitthvað miklu meira“ - um sel og selstöður á Kjalarnesi.
•	Árni Björnsson þjóðháttafræðingur flytur erindi: „Uppruni Jónsmessunnar.“
•	Sýning verður á gömlum ljósmyndum frá Kjalarnesi og Kjós, úr eigu Þjóðminjasafns.

Aðgangseyrir er kr. 1000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn 12 ára og eldri. Einungis verður tekið við reiðufé, enginn kortaposi verður á staðnum.
Kaffi og meðlæti er innifalið í aðgangseyri. 

Verið velkomin!
Stjórn Sögufélagsins Steina á Kjalarnesi 
(Hrefna s.659-2876 / netf. hsb3 at hi.is)

 
Þann föstudagur 22 Júní 2012 10:37 GMT, skrifaði Björk Bjarnadóttir <illugaskotta at hotmail.com>: 
 
> 
> Sæl Björk heiti ég...fékk ekkert viðhengi um þennan áhugaverða atburð...gætir þú sent þetta aftur. kv Björk Bjarnadóttir.
> 
>  
>  
>  
> 
> Björk Bjarnadóttir umhverfis-þjóðfræðingur, environmental ethnologist
> Brekkubyggð 24
> 540 Blönduós
> Iceland
> Phone number 00 354 857 1444
> 
> From: ethe3 at hi.is
> To: gandur at listar.hi.is
> Date: Thu, 21 Jun 2012 14:23:52 +0000
> Subject: [Gandur] Fwd:  Uppruni Jónsmessu og seljabúskapur í Blikdal
> 
> Kæru þjóðfræðingar, þið hefið þegar feingið skeiðti hér fyrir neðan og hér kemur til viðbótar auglýsing í viðhenig. 
> Endilega kíkjum á þetta! 
>  
>  
> -------- Upprunalegt bréf -------- 
> Efni: [Gandur] Uppruni Jónsmessu og seljabúskapur í Blikdal 
> Dags: fimmtudagur 21 Júní 2012 11:47 GMT 
> Frá: Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir <hsb3 at hi.is> 
>  
> Til: gandur at listar.hi.is 
>  
>  
> Kæru þjóðfræðimgar! Sögufélagið Steini á Kjalarnesi er með 
> menningardagskrá í Fólkvangi á Kjalarnesi nk. sunnudag, Jónsmessu. Er 
> það hluti af svonefndum Kjalnesingadögum sem haldnir eru hátíðlegir 
> síðustu helgi í júní ár hvert. Árni Björnsson heldur þar erindi um 
> uppruna Jónsmessunnar og Ómar Smári Ármannsson fjallar um seljabúskap í 
> Blikdal og víðar á Kjalarnesi. Einnig verða til sýnis gamlar ljósmyndir 
> (úr eigu Þjóðminjasafns) af Kjalarnesi og Kjósinni. Sjá viðhengi! Verið 
> velkomin á hið fróma og góða Kjalarnes :)
>  
> Kær kveðja Hrefna S. Bjartmarsdóttir
>  
>  
>  
> 
> _______________________________________________
> Gandur mailing list
> Gandur at listar.hi.is
> http://listar.hi.is/mailman/listinfo/gandur 		 	   		   
 



More information about the Gandur mailing list