[Gandur] Hádegisfyrirlestur FÞÍ: Menningartengd ferðaþjónusta á Vestfjörðum

Gerður Halldóra Sigurðardóttir ghs4 at hi.is
Mon Jan 2 15:30:52 GMT 2012


Þessi fyrsti hádegisfyrirlestur FÞÍ á nýju ári er í tryggum höndum Áka Guðna
Karlssonar og verður í Þjóðminjasafni Íslands næstkomandi fimmtudag, 5.
janúar 2012, kl. 12-13.

 

Áki lauk MA gráðu í þjóðfræði árið 2010 en í ritgerð sinni fjallaði hann um
uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu á Vestfjörðum.

Næsta fimmtudag ætlar Áki að færa okkur í allan sannleik um fjölbreytta
ferðaþjónustuna fyrir vestan.

Síðasta sumar var rannsókn Áka tekin fyrir í verkefninu þjóðfræði í mynd og
má finna myndbandið hér... http://vimeo.com/31622605 

 

Að venju er fyrirlesturinn í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og öllum
opin.

 

Hlökkum til að sjá ykkur nú á nýju ári

 

Stjórn FÞÍ



More information about the Gandur mailing list