[Gandur] ýmislegt á döfinni

Eva Þórdís Ebenezersdóttir ethe3 at hi.is
Wed Feb 29 10:28:22 GMT 2012


Kæru þjóðfræðingar

Mig langar að vekja athygli ykkar á nokkrum áhugaverðum hlutum í marsmánuði.

Nú stendur yfir í perlunni árlegur bókamarkaður og kennir þar ýmissa titla
að grasa á góðu verði, bæði gamlar bækur og nýjar. Bæði fagur- og
fræðibækur sem snerta þjóðfræðina eru til í ágætis úrvali og hvet ég bóka
safnara því til að kíkja í perluna. Að auki stendur (meðan byrgðir endasta
væntanlega) bretti með gömlum árgöngum af Skírni og eru eintökin frí.

Í mars er að auki mikið um að vera og úir og grúir af fyrirlestrum og
ráðstefnum. Við munum auglýsa jafnóðum og því vert að fylgjast vel með
póstlistanum og/eða fésbókar viðburðum.

En helstu dagsetningar eru þessar:

1. mars: Hádegisfyrirlestur í Þjóðminjasafni: Egill Viðarson kynnir nýlega
MA rannsókn um deiluna um vísur Vatnsenda Rósu.

8. mars: Laura Wamhoff Erindi um Landnámabók kl. 16-17 (Betur auglýst á
allra næstu dögum)

10. mars: Hugvísindaþing þar sem margir áhugaverðir fyrirlestrar og
málstofur eiga sér stað. Þrír þjóðfræðingar taka þátt í málstofu kl. 10-12
í stofu 229 í Árnagarði. Þetta eru Valdimar Hafstein, Egill Viðarson og
Áki Guðni Karlsson.

13. mars: Jens Peter Shjödt heldur opið erindi í Árnagarði stofu 201 kl.
17:00. Efnistökin eru í stuttu máli: Hugmyndin um að norræn trú hafi verið
trúkerfi frekar en trúarbrögð í dogmatískum skilningi.

14. mars: Jens Peter Shjödt stendur fyrir málstofu um ph.d ritgerð sína.

17. mars: Málþing um Sigurð málara í Þjóðminjasafni (betur auglýst síðar)
og
17. mars: Húmorsþing á Hólmavík.

Líklega bætst svo við einn eða tveir fyrirlestrar eftir miðjan mánuðinn.
Það er því nóg um að vera og um að gera að nýta tækifærið og hlusta á
fróðlega og skemmtilega fyrirlestra.

með bestu kveðju og gleðilegan hlaupársdag :)


Eva Þórdís
formaður FÞÍ






More information about the Gandur mailing list