[Gandur] þjóðbrók fer að heiman!

Eva Þórdís Ebenezersdóttir ethe3 at hi.is
Thu Sep 8 08:16:45 GMT 2011


Kæru þjóðfræðingar nær og fjær

Þessi skemmtilega fréttatilkining kom frá Terry, Valdimar, Kristínu og
Aðalheiði nýverið, ég vil bara minna ykkur á að þetta er í dag :)

með kveðju
Eva Þórdís og stjórn FÞÍ


Þjóðbrók fer að heiman!

 Opnun þjóðfræðisíðu á hlaðvarpi RÚV og frumsýning stuttmyndarinnar: "Hvað
er þjóðfræði?"

Fimmtudag. 8 sept. kl. 17, á Háskólatorgi stofu 101. Mættum öll!

Nú eru rúm tíu ár liðin frá því að nemendum í þjóðfræði við Háskóla
Íslands bauðst að vinna stutta útvarpsþætti í góðri samvinnu við
starfsfólk Ríkisútvarpsins. Tveir þjóðfræðinemar fengu í sumar það
verkefni að safna þáttunum saman til að hægt væri að hlusta á þá í
hlaðvarpi útvarpsins. Efnið er eins og gefur að skilja fjölbreytt og
forvitnilegt enda um það bil 150 þættir sem unnir hafa verið.

 Fimmtudaginn 8. september ætlum við hér í námsbraut í þjóðfræði að kynna
þetta verkefni og opna formlega fyrir aðgang að þáttunum á hlaðvarpi RÚV.

 Eftir það munu Björk Holm og Ólafur Ingibergsson kynna og sýna nýja
stuttmynd þeirra, "Hvað er þjóðfræði?" sem verður sett m. a. á vefsíðu
Þjóðfræða.

Bestu kveðjur,

Terry, Valdimar, Aðalheiður og Kristín






More information about the Gandur mailing list