[Gandur] ,,ég er ekki að grínast"

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Thu Oct 6 19:49:09 GMT 2011


Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur sér um þættina ,,Ég er ekki að grínast"
sem eru á dagskrá Rúv á föstudögum kl. 15:25 og endurteknir á sunnudögum
kl. 17:30.  Í þáttunum er rætt um húmor í margvíslegu samhengi og má
nefna húmor í kirkjunni, á vinnustöðum, á söfnum, húmor í stjórnmálum,
uppistand í nútíð og fortíð og fleira og fleira.

Í fyrsta þættinum sem er á dagskrá þann 7. október er rætt um hvort
þjóðir hafi mismunandi húmor. Eru t.d. Frakkar fyndnari en Svíar? Og er
til eitthvað sem heitir ,,íslenskur húmor"? Viðmælendur þáttarins eru
Terry Gunnell prófessor í þjóðfræði, Friðrik Haraldsson leiðsögumaður, 
Holger Kerstin prófessor við Háskólann í Magdeburg, Kai Schwind
doktorsnemi í fjölmiðlafræði við Háskólann í Osló og Marko Solimeni
doktorsnemi í mannfræði við Háskóla Íslands. Auk þess láta nokkur íslensk
ungmenni í ljós skoðanir sínar á húmor þjóða. Lesari í þættinum ásamt
umsjónarmanni er Ólafur Ingibergsson.


More information about the Gandur mailing list