[Gandur] hádegisfyrirlestur 1.des

Eva Þórdís Ebenezersdóttir ethe3 at hi.is
Mon Nov 28 11:15:09 GMT 2011


hóhóhó þjóðfræðingar um allar trissur

Hádegisfyrirlestur FÞÍ í desember er fimmtudaginn 1.desember í
fyrirlestrarsal þjóðminjasafnsins frá 12:05- 13:00.

Í þetta sinn er fyrirlesturinn í tryggum höndum þeirra Kristínar
Einarsdóttur aðjúnkts í þjóðfræði og Önnu Kristínar Ólafsdóttur MA nema í
hagnýtir menningarmiðlun.

Þar sem hádegisfyrirlesturinn ber upp á 1.des mun jólastemning ráða ríkjum
í fyrirlestrasal þjóðminjasafnsis. Þær Kristín og Anna Kristín eru þekktar
fyrir áhuga sinn og umfjöllun um Grýlu og undirbúning jólana en hvað þær
bjóða okkur uppá að þessu sinni "veit nú enginn" :)

Að venju er fyrrilesturinn í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og öllum
hjartanlega velkomið að mæta.

Mætum öll og leggjum grunn að góðri jólastemningu!

með bestu kveðju
            stjórn FÞÍ






More information about the Gandur mailing list