[Gandur] Erindi 9. nóvember

Rósa Þorsteinsdóttir rosat at hi.is
Tue Nov 8 14:01:25 GMT 2011


Góssið hans Árna
Erindaröð Árnastofnunar í tilefni af því að handritasafn Árna  
Magnússonar er nú á varðveisluskrá UNESCO „Minni heimsins“
Þriðja erindið í röðinni flytur Yelena Sesselja Helgadóttir og fjallar  
um AM 960 4to sem er safnhandrit með alþýðlegum fornfræðum; kvæðum,  
þulum, rúnum og ýmsum fróðleik. Það var trúlega hugsað sem  
kveðskaparhandrit í fyrstu en varð að allsherjar safnriti áður en yfir  
lauk. AM 960 4to er sett saman af misstórum pappírskverum og blöðum  
sem ýmsir íslenskir safnarar sendu til Fornfræðafélagsins í  
Kaupmannahöfn um 1845–52, eða á meðan söfnun alþýðlegra fornfræða á  
Íslandi á vegum félagsins stóð sem hæst. Í fyrirlestrinum verður farið  
yfir efni handritsins sem er einstaklega fjölbreytt, rætt um umhverfið  
sem handritið er sprottið úr og um fólkið sem stundaði fornfræðasöfnun  
um miðja 19. öld. Enn fremur verður fjallað um feril handritsins og  
tengsl þess við afmælisbarn ársins, Jón Sigurðsson, einn af  
aðalmönnunum á bak við þetta mikla safnrit.
Erindið nefnist Alþýðleg fornfræði á vegum Jóns Sigurðssonar og  
verðurflutt í Bókasal Þjóðmenningarhússins á morgun, miðvikudag, kl.  
12.15. Það stendur í um hálfa klukkustund og síðan gefst gestum kostur  
á að skoða handritið.
Allir eru velkomnir að hlýða á erindið og aðgangseyrir er enginn.



More information about the Gandur mailing list