[Gandur] hádegisfyrirlestur á fimmtudaginn!!

Eva Þórdís Ebenezersdóttir ethe3 at hi.is
Tue Nov 1 13:12:59 GMT 2011


Kæru þjóðfræðingar um víðan völl

nú er komið að öðrum fyrirlestri í MA fyrirlestraröðinni okkar í vetur.

Nú er það Eiríkur Valdimarsson sem stígur á stokk og segir okkur frá MA
ritgerð sinni í þjóðfræði sem hann lauk síðastliðið haust.

Ritgerðin ber titilinn:
Á veðramótum. Íslenskar veðurspár og veðurþekking þjóðarinnar fyrr og nú

Fyrirlesturinn er í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands kl. 12:05

Í MA ritgerðinni fjallar Eiríkur um alþýðlegar veðurspár Íslendinga fyrr á
öldum og í samtímanum. Saga íslenskra veðurspáa er rakin frá og með eldri
rituðum heimildum og þannig skoðað hve mikil áhrif veður hefur öldum saman
haft á menningu og afkomu Íslendinga. Brugðið er ljósi á þær veðurspár sem
tíðkuðust og fjallað um mismunandi flokka veðurspáa. Sömuleiðis er skoðað
hvernig vísindafólk tók við spáhlutverkinu á 20. öld þótt gamlar veðurspár
hafi haldið áfram að lifa með þjóðinni fram á 21. öld.
Hæfileikar fólks til að spá fyrir um veður eru tíundaðir og hvernig sú
hæfni hefur fært sumum forskot við störf sín á sjó og landi. Um er að ræða
sterk tengsl manns og náttúru þar sem sjón og heyrn og önnur skynfæri eru
látin meta breytingar á veðurfari.
Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að alþýðlegar veðurspár endurspegli
hæfni almennings til að gá til veðurs og ráða í framtíðina með aðferðum
sem séu að mörgu leyti skyldar þeim sem vísindafólk samtímans notar við
veðurspágerð. ( http://skemman.is/item/view/1946/6648 )

Sem fyrr er fyrirlesturinn öllum opinn og haldinn í samvinnu við
Þjóðminjasfan Íslands.

fyrir þá sem vilja má finna fésbókar viðburð undir þessari slóð:
http://www.facebook.com/event.php?eid=230404550355330

með bestu kveðju
   Stjórn FÞÍ









More information about the Gandur mailing list