[Gandur] Af hverju breytist móðir Öskubusku í kú? Á föstudaginn kl. 14

Félag þjóðfræðinga á Íslandi thjodfraedingar at gmail.com
Mon Mar 14 15:21:46 GMT 2011


Why Cinderella's Mother Becomes a Cow: An Experiment in Cultural
Triangulation

Francisco Vaz da Silva, prófessor við ISCTE háskólastofnunina í Lissabonn

Á föstudaginn (18. mars) klukkan 14 í stofu 202 í Odda

Portúgalski þjóðfræðingurinn Francisco Vaz da Silva er gestakennari við
Háskóla Íslands í mars, en hann er sérfróður um táknheim þjóðsögunnar og
táknfræði alþýðuhefða. Eftir hann liggja m.a. bækurnar Metamorphosis: The
Dynamics of Symbolism in European Fairy Tales (2004) og Archeology of
Intangible Heritage (2008), en hann hefur einnig ritað mikinn fjölda greina
um hugfræði, heimsmyndarfræði (kosmólógíu), ævintýri og ýmsar sögur, siði og
sagnaminni: Varúlfa, kokkála, nornir, hamskipti, drekabana, blæðingar,
sjöundu börn, Rauðhettu og Öskubusku.

Í fyrirlestrinum á föstudaginn gerir Vaz da Silva grein fyrir því hvers
vegna móðir Öskubusku breytist í kú. Fyrirlesturinn verður á ensku og er
opinn öllum.

Að fyrirlestrinum standa námsbraut í þjóðfræði og safnafræði við Háskóla
Íslands og Félag þjóðfræðinga á Íslandi.

-- 
___________________
Félag þjóðfræðinga á Íslandi
www.akademia.is/thjodfraedingar
thjodfraedingar at gmail.com


More information about the Gandur mailing list