[Gandur] Understanding islands - myths, metaphors, images

Gerður Halldóra Sigurðardóttir ghs4 at hi.is
Fri Aug 19 15:27:00 GMT 2011


Mánudaginn 22. ágúst nk. kl. 17, í húsnæði Landnámssýningarinnar 871 +/-
2, mun þjóðfræðingurinn Owe Ronström mun gefa okkur innsýn í nýjustu
rannsóknir sínar í erindinu:

"Understanding islands - myths, metaphors, images"

Eyjalíf ætti að heilla okkur Íslendinga og því hvetjum við sem flesta til
að koma og eru allir, eyjaskeggjar og aðrir, hjartanlega velkomnir.

Gestum er velkomið að skoðað Landámssýninguna að fyrirlestri loknum.

Owe Ronström er tónlistarmaður og prófessor í þjóðfræði við háskólann á
Gotlandi í Svíþjóð. Hann hefur töluvert rannsakað og skrifað um tónlist,
dans, þjóðerni, fjölmenningu og menningararf. Einnig hefur hann staðið að
heimildarmynd um Calus, sem er dans- og tónlistarhefð í Rúmeníu. Owe hefur
að auki sett saman fleiri hundruð útvarpsþátta fyrir sænska útvarpið þar
sem hann beinir athygli hlustenda að tónlist allstaðar að úr heiminum.
Ronström er ekki bara þjóðfræðingur heldur einnig tónlistamaður og félagi
í hljómsveitunum Orientexpressen, Gunnfjauns kapell, auk þess sem hann
stýrir Balalajkaorkester Gotlands.



More information about the Gandur mailing list