[Gandur] Erindi Louis James Young, Ojibway frumbyggja frá Manitoba

Félag þjóðfræðinga á Íslandi thjodfraedingar at gmail.com
Mon Oct 11 13:44:13 GMT 2010


Louis James Young, Ojibway frumbyggi frá Manitoba mun halda fyrirlestur í
Háskóla Íslands á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi í fimmtudaginn 14.
október nk. Erindið fer fram í Gimli, stofu 102 og hefst kl. 17:30.

Louis mun m.a. fjalla um fyrstu kynni Kristófers Kólumbusar af frumbyggjum,
hvaðan hugtakið „indian“ kann að vera upprunið, hvaðan „andinn“ kemur og
hvert hann fer auk þess að fjalla um samskipti okkar við Móður jörð.

Í dag starfar Louis við The All Nations Traditional Healing Centre í
Manitoba. Þar aðstoðar hann frumbyggja sem urðu fyrir ofbeldi í
heimavistarskólum sem voru reknir af kanadíska ríkinu og kaþólsku kirkjunni.
Tilgangur skólanna var m.a. sá að „reka indjánann úr barninu“ og kenna því
kanadískar vinnuaðferðir.

Allir velkomnir!

-- 
___________________
Félag þjóðfræðinga á Íslandi
www.akademia.is/thjodfraedingar
thjodfraedingar at gmail.com


More information about the Gandur mailing list