[Gandur] Írskir sjóræningjatónleikar í Sjóminjasafninu

Rósa Þorsteinsdóttir rosat at hi.is
Mon Nov 8 14:22:47 GMT 2010


11. og 12. nóvember verða haldnir einstakir tónleikar í Víkinni -  
Sjóminjasafninu í Reykjavík. Þá koma í heimsókn til landsins kapparnir  
Robbie O´Connell og Dan Milner, sem verið hafa á tónleikaferðalagi um  
Bretland undanfarið. Báðir eru þeir af írsku bergi brotnir en búa og  
starfa í Bandaríkjunum. O´Connell er löngu þekktur sem írsk-amerískur  
þjóðlagasöngvari og lagahöfundur í sérflokki og Milner er löngu  
viðurkenndur fyrir þrotlaust starf sl. 30 ár við varðveislu írskra  
þjóðlaga og texta. Síðasta plata hans, "Irish Pirate Ballads and Other  
Songs of the Sea" (2009), sem var styrkt af Þjóðminjasafni  
Bandaríkjanna og gefin út af Smithsonian Institution, hefur fengið  
afar lofsamlega dóma.

Dan Milner er mikill Íslandsvinur og fékk þá hugmynd að nota tækifærið  
í Evrópureisu þeirra félaga til að kynna Ísland fyrir Robbie og halda  
hér tónleika um leið. Milner hefur ásamt hljómsveit sinni haldið  
vikulega tónleika yfir sumarmánuðina í South Street Seaport  
sjóminjasafninu í New York um árabil og fannst upplagt að leita eftir  
húsnæði undir tónleika þeirra Robbies í Sjóminjsafninu í Reykjavík.

Hjálagt fylgja tvö lög frá Milner og frekari upplýsingar um feril  
þeirra og tónlist.



More information about the Gandur mailing list