[Gandur] Fuglar í þjóðtrú

Rósa Þorsteinsdóttir rosat at hi.is
Thu Feb 11 14:48:37 GMT 2010


Fræðslufundur
Miðvikudaginn 17. febrúar verður fimmti fræðslufundur vetrarins hjá  
Fuglavernd. Þá ætlar Sigurður Ægisson að flytja í máli og myndum  
erindi um fugla í íslenskri þjóðtrú og einnig mun hann koma inná önnur  
svið sem tengjast þjóðtrúnni, svo sem alþýðuheiti fugla. Sigurður er  
guðfræðingur og þjóðfræðingur að mennt og hefur um langt ára bil  
safnað heimildum um íslensku varpfuglana í menningarsögunni. Í erindi  
sínu mun hann fjalla um þetta áhugamál sitt, einkum það sem lýtur að  
hlut þjóðtrúarinnar og mun hann leiða viðstadda inn í þennan mjög svo  
athyglisverða heim.

Fundurinn byrjar kl. 20:30 og er haldinn í húsakynnum Aríons í  
Borgartúni 19. Fundurinn eru öllum opinn svo lengi sem húsrúm leyfir.  
Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en aðgangseyrir er 300  
krónur fyrir aðra.  Hér má finna nánari upplýsingar:  http://fuglavernd.is/index.php/fyrirlestrarmenuitem



Fuglavernd • Skúlatúni 6 • 105 Reykjavík • Sími 5620477 •  www.fuglavernd.is 
  •  fuglavernd at fuglavernd.is

  
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100211/25507096/attachment.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: Picture (Metafile) 1.jpg
Type: image/jpeg
Size: 2951 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100211/25507096/attachment.jpg 


More information about the Gandur mailing list