[Gandur] Hugvísindaþing

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Fri Mar 13 08:36:46 GMT 2009


> Hið árlega Hugvísindaþing verður haldið 13. og 14. mars í  
> Aðalbyggingu Háskólans. Boðið verður upp á yfir 140 fyrirlestra í um  
> 30 málstofum en aldrei áður hafa jafnmargir fyrirlestrar verið í  
> boði á þinginu.
>
> Vekjum sérstaka athygli á inngangsmálstofu þingsins um hlutverk  
> hugvísindamanna í samfélagsumræðu undir stjórn Vilhjálms Árnasonar,  
> prófessors í heimspeki.
>
> Fyrirlestrarnir og málstofurnar eru af öllum sviðum hugvísinda og  
> endurspegla fjölbreytni í rannsóknum á Hugvísindasviði Háskóla  
> Íslands. Áhugafólk um bókmenntir, málfræði, heimspeki, guðfræði,  
> sagnfræði, íslensku, fornleifafræði, menningu, feminisma, tungumál,  
> kvikmyndir, menningarmiðlun og hugvísindi almennt verður ekki svikið  
> af dagskránni.
>
> Dæmi um einstök viðfangsefni í málstofum:
> ·         Íslensk heimspekisaga
> ·         Bókmenntir og menning í Karíbahafi
> ·         Njáluslóðir
> ·         Kynjamyndir í frumkristni
> ·         Feminísk hugmyndasaga
> ·         Fornhebreskur kveðskapur
> ·         Ritverk Álfrúnar Gunnlaugsdóttur
> ·         Staða ensku á Íslandi
> ·         Knattleikir og bókmenntir
> ·         Lýðréttindi og vald
> ·         Máltækni í mótun
> ·         Platon
> ·         Færeyskur framburður og setningagerð
> ·         Tilfinningar og rök í hugvísindum
> ·         Unglingabókmenntir
> ·         Velferð og kreppa
> Inngangsmálstofa: Hlutverk hugvísindamanna í samfélagsumræðu
> Inngangsmálstofa á Hugvísindaþingi hefst kl. 13 þann 13. mars undir  
> yfirskriftinni "Hlutverk hugvísindamanna í samfélagsumræðu".   
> Tilefni málstofunnar er ekki síst sú staða sem þjóðin er í um þessar  
> mundir. Málstofan verður haldin í Lögbergi.
>
> Málshefjandi: Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki
>
> Pallborðsumræður, þátttakendur:
>
> Guðni Elísson, dósent í bókmenntafræði
> Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði
> Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði
> Hólmfríður Garðarsdóttir, dósent í spænsku
>
> Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar, stýrir umræðum
>
> Nánari upplýsingar
> Nánari upplýsingar um málstofur og fyrirlesara er að finna á vef  
> Hugvísindastofnunar www.hugvis.hi.is.
>
> Með kveðju
>
> Sigurjón Ólafsson
> Kynningar- og vefstjóri Hugvísindasviðs
>
> Háskóli Íslands
> Aðalbygging v/Suðurgötu, 3. hæð
> 101 Reykjavík, Iceland
>
> Netfang: sjon at hi.is
> Sími: 525 5196 / 894 9446
>
>







More information about the Gandur mailing list