[Gandur] Veðurfólk óskast

Eiríkur Valdimarsson eirikurv at hi.is
Tue Jul 28 08:41:50 GMT 2009


Ágæti móttakandi

Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur heiti ég og er um þessar mundir að
safna heimildum og taka viðtöl varðandi alþýðulega veðurspár og
veðurþekkingu Íslendinga í tengslum við MA-verkefni mitt í þjóðfræði.
Verkefnið er unnið í samstarfi við þjóðháttasafn Þjóðminjasafns Íslands og
með styrk frá Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands. Söfnunin gengur vel, enda
virðast Íslendingar hafa mikinn áhuga á veðrinu og ýmsir kunna enn að nota
gamlar spár til að sjá veðrið í framtíðinni.

Eins og við vitum öll getur það verið snúið að hafa uppi á heimildafólki
frá ólíkum svæðum landsins. Því væri það áhugavert að fá upplýsingar um
heimildafólk frá sem flestum svæðum þessa lands í gegnum þennan tölvupóst.
Hægt er að hafa samband við mig í gegnum tölvupóstfangið eirikurv at hi.is,
og allar ábendingar um veðurfólk eru vel þegnar.

Takk fyrir og njótið sumarsins!
Eiríkur Valdimarsson



More information about the Gandur mailing list