[Gandur] Alþjóðlegur dagur leiðsögumanna laugardaginn 21. febrúar 2009

Stefán Helgi Valsson valsson at centrum.is
Fri Feb 20 13:56:29 GMT 2009


Alþjóðlegur dagur leiðsögumanna laugardag 21. febrúar 2009

 

•           Hvað: Gönguferð um Reykjavík með ókeypis leiðsögn fagmenntaðra
leiðsögumanna. Fjölmargar brottfarir um daginn sem miðast við fjölda gesta
og óskir um tungumál. 

•           Hvar:  Gangan hefst frá Hallgrímskirkju og liggur niður í
miðborg Reykjavíkur.

•           Hvenær: Laugardag 21. febrúar milli klukkan 11 og 15. Lengd
hverrar göngu ákvarðast af viðkomandi leiðsögumanni og áhuga gesta.

•           Hver: Félagsmenn í Félagi leiðsögumanna leiðsegja á ensku,
þýsku, frönsku, dönsku, norsku, sænsku og íslensku.

•           Hvers vegna: Til að gleðja fólk og vekja athygli á starfi
leiðsögumanna og fagmenntun þeirra.

 

 

Alþjóðlegur dagur leiðsögumanna

Leiðsögumenn héldu fyrst uppá Alþjóðlegan dag leiðsögumanna (e.
International Tourist Guide Day) árið 1990 að frumkvæði Alþjóðasambands
leiðsögufélaga (WFTGA).

 

Menntun leiðsögumanna

Aldrei fyrr hafa jafn margir stundað leiðsögunám á Íslandi og um þessar
mundir. Í dag stunda nær 150 leiðsögunám í þremur skólum; Leiðsöguskóla
Íslands, Ferðamálaskóla Íslands og hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. 

 

Leiðsöguskóli Íslands er móðurskóli leiðsögunáms á Íslandi og var stofnaður
árið 1976 en leiðsögunámskeið höfðu þá verið í boði frá árinu 1960. Frá
upphafi hafa yfir 1.000 manns útskrifast frá Leiðsöguskóla Íslands.

 

Félag leiðsögumanna

Félag leiðsögumanna var stofnað árið 1972. Stofnfélagar, sem voru 27
talsins, höfðu flestir starfað um árabil við leiðsögu erlendra og íslenskra
ferðamanna. Í dag eru u.þ.b. 540 leiðsögumenn skráðir í félagið. 

 

Skilyrði inngöngu í Félag leiðsögumanna er próf í leiðsögn frá skóla sem
menntamálaráðuneytið viðurkennir eða frá samberilegu námi á EES- svæðinu.
Jafnframt eiga þeir aðild að félaginu sem starfa sem leiðsögumenn.

 

Félag leiðsögumanna er í senn fag- og stéttarfélag. Félagið á aðild að ASÍ
sem sjálfstætt félag. 

 

Félag leiðsögumanna er meðlimur í tvennum alþjóðlegum samtökum
leiðsögumanna. Þau eru Samtök leiðsögumanna á Norðurlöndum (IGC) og Samtök
evrópskra leiðsögumanna (FEG). Á Íslandi er félagið aðili að Landvernd.

 

Nánari upplýsingar:

Stefán Helgi Valsson – verkefnisstjóri Alþjóðlegs dags leiðsögumanna á
Íslandi

Sími: 561 2790 og Gsm: 897 2790. 

Vefsíða Félags leiðsögumanna: www.touristguide.is
<http://www.touristguide.is/> 

Netfang: valsson at centrum.is 

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20090220/1e77f691/attachment.html


More information about the Gandur mailing list