[Gandur] Málþing um útilegumenn í sögu og bókmenntum

Rósa Þorsteinsdóttir rosat at hi.is
Fri Apr 24 16:20:39 GMT 2009


Útilegumenn í sögu og bókmenntum

  Félag um átjándu aldar fræði og Menntaskólinn að Laugarvatni halda  
málþing í hátíðasal skólans laugardaginn 2. maí nk.
Málþingið er haldið í tilefni þess að á árinu eru liðin hundrað ár frá  
fæðingu Ólafs Briem, fræðimanns og kennara við ML. Það ber  
yfirskriftina Útilegumenn í sögu og bókmenntum, en saga útilegumanna  
var eitt af rannsóknarsviðum Ólafs.
Málþingið hefst kl. 13:00 og því lýkur um kl. 17:00.
Að loknu setningarávarpi Halldórs Páls Halldórssonar, skólameistara  
ML, og ávarpi Þóru Kristjánsdóttur, formanns Félags um átjándu aldar  
fræði, verða flutt sex erindi sem hér segir:

	Kennarinn Ólafur Briem. Drög að mannlýsingu. Kristinn Kristmundsson,  
fv. skólameistari
	Ólafur Briem og íslensk fræði. Vésteinn Ólason, fyrrverandi prófessor
	Um útilegumannabyggðir á 17. öld. Guðrún Ása Grímsdóttir, sagnfræðingur
	KAFFIHLÉ
	Nýjar frásagnir af Fjalla-Eyvindi. Björk Ingimundardóttir,  
skjalavörður	
	Útilegumenn, almenningur og réttarfar í íslenskum viðburðasögum.  
Kristín Birna Kristjánsdóttir, 	þjóðfræðingur
	Útilegumenn á leiksviði. Kristján Árnason, bókmenntafræðingur og  
rithöfundur

Fundarstjóri: Óskar H. Ólafsson, fv. aðstoðarskólameistari ML

  Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur. Um 10 mínútur gefast  
til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi. Útdrættir úr  
erindum liggja fyrir á málþinginu. Þeir verða síðar aðgengilegir á  
vefsíðu Félags um átjándu aldar fræði, www.akademia.is/18.oldin
  Kaffiveitingar verða í boði Menntaskólans að Laugarvatni.

      Allir velkomnir.

  Málþingsgestum gefst kostur á að fá kvöldverð (fyllt lambalæri og  
sveppasúpu, kaffi innifalið) í Tjaldmiðstöðinni Laugarvatni á sérstöku  
tilboðsverði, 2.800 kr. Þeir sem ætla að færa sér þetta tilboð í nyt  
þurfa að panta kvöldverðinn ekki síðar en þriðjudagskvöldið 28. apríl,  
í síma 486 1155 eða með tölvupósti: tjaldo (hjá) simnet.is, og láta  
þess þá getið að þeir ætli að sækja málþingið.
Málþingsgestir eiga völ á gistingu í Farfuglaheimilinu Laugarvatni  
aðfaranótt sunnu dagsins 3. maí. Verð gistingar er sem hér segir  
(miðast við þá sem eru ekki félagar í farfuglasamtökum): eins manns  
herbergi með baði 7.200 kr., eins manns herbergi án baðs 5.000 kr.,  
tveggja manna herbergi með baði 9.000 kr., tveggja manna herbergi án  
baðs 6.800 kr. Enn fremur er hægt að fá gistingu í herbergjum með  
þremur rúmum eða fleiri. Fólk getur komið með rúmföt með sér en greiða  
þarf 890 kr. aukalega fyrir að fá rúmföt á staðnum. Skoða má  
verðlistann í heild á vefsíðu gistiheimilisins,  
www.laugarvatnhostel.is. Morgunverður kostar 1.100 kr. Þeir sem vilja  
tryggja sér gistingu á farfuglaheimilinu 2. maí eru eindregið hvattir  
til að bóka sem fyrst (netfang farfuglaheimilisins: laugarvatn (hjá)  
hostel.is; símar: 486 1215, 899 5409).

Þess skal getið að daginn eftir málþingið Útilegumenn í sögu og  
bókmenntum, sunnudaginn 3. maí, verður haldin samræðuráðstefna í  
Íþróttafræðasetri Háskóla Íslands á Laugarvatni undir yfirskriftinni  
Heilbrigð sál í hraustum líkama. Ráðstefnan hefst kl. 13:00 og henni  
lýkur um kl. 18:00.
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20090424/6c6e16a5/attachment.html


More information about the Gandur mailing list