[Gandur] Þjóðháttakynning - hreindýrabúskapur

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Mon Apr 20 08:39:28 GMT 2009


Þjóðháttakynning, hreindýrabúskapur


Í Saltfisksetrinu, Hafnargötu 12a Grindavík, sumard. fyrsta 23. apríl  
frá kl. 15-17


Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi á Grænlandi fjallar um hreindýr  
á Grænlandi og í Noregi. Stefán er mikill ævintýramaður. Hann hefur   
búið á Grænlandi í mörg ár og rekur þar stórt hreindýrabú. Hér er því  
um einstakt tækifæri að fræðast um hreindýr og hreindýrabúskap.


Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja  mun fjalla um  
sögu hreindýra á Reykjanesskaga. Hugmyndir eru um að koma upp  
hreindýrastofni á Reykjanesskaga.


Vonandi verða fjörugar umræður á eftir. Heitt verður á könnunni og  
allir velkomnir.


Í Salthúsinu, veitingahúsi er boðið upp á hreindýrasteik á góðu verði,  
sjá

www.salthusid.is


Þjóðháttakynningin er liður í menningar- og viðburðadagskrá  
Saltfisksetursins og Grindavíkurbæjar ´09. Athugið að um breytta  
dagsetningu er að ræða 23. apríl í stað 2. maí sjá viðburðadagskrá á www.grindavik.is


Nánari upplýsingar gefur

Sigrún Jónsd. Franklín

verkefnastjóri

gsm 6918828

sjf at internet.is

www.sjfmenningarmidlun.is



> www.sjfmenningarmidlun.is
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: hreindyr.JPG
Type: image/pjpeg
Size: 143447 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20090420/9f665394/hreindyr-0001.bin
-------------- next part --------------









More information about the Gandur mailing list