[Gandur] Vorþing Þjóðfræðistofu

Kristinn Schram kristinn at akademia.is
Tue Apr 7 12:08:23 GMT 2009


Vorþing Þjóðfræðistofu

Laugardaginn 11. apríl 2009 mun Þjóðfræðistofa blása til vorþings og  
kynna ýmis verkefni sín og samstarfsmanna. Fjallað verður m.a. um  
þjóðerni og íróníu. Sýnd verða sýnishorn úr heimildamyndum í  
framleiðslu Þjóðfræðistofu, svo sem Leitin að Gísla Suurinpojan, sem  
fjallar um ferð finnsks þjóðfræðings á slóðir Gísla sögu Súrssonar;  
Hannes Lárusson myndlistarmaður og forstöðumaður Íslenska bæjarins og  
Magnús Rafnsson sagnfræðingur og stjórnarformaður Strandagaldurs  
stíga á stokk og ræða íslenskan torfbæjararf. Þá mun Dr. Sigurjón  
Baldur Hafsteinsson mannfræðingur og lektor í safnafræðum við HÍ  
kynna þá nýju námsbraut. Að lokum verður fjallað um hinn  
goðsagnakennda mjöð og gestum boðið að bragða á. Vorþingið mun fara  
fram á Café Riis á Hólmavík og hefst klukkan 13.30. Allir áhugamenn  
velkomnir og sérstaklega þeir sem hafa upplýsingar um torfbæi á  
Ströndum. Frekari upplýsingar í dir at icef.is og www.icef.is .




More information about the Gandur mailing list